Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 67
65
ég séð nokkurn mun til hins betra frá í fyrra. Eitlaþroti virðist vera
almennur, en líklega stafar hann mest af hinum tíðu tannskemmd-
um. Fimm börnum var vísað hurt í bili, grunuð um berkla í Iungum.
Eg átti kost á að fá tannlækni í nokkrar vikur til að gera við tennur
í skólabörnum hér í Grindavík. Skrifaði foreldrunum um það og
hvatti til þess, en þátttaka fékkst ekki nóg, svo að ekkert varð úr í
þetta skipti.
E. Aðsókn að læknum og sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga héruðum: sinna og ferðafjölda geta læknar í eftirfarandi
Héruð Tala sjúkl. % af héraðsbúum Ferðir
Skipaskaga 879 46,5 18
Borgarfj 750 54,2 127
Ólafsvíkur 1350 79,1 —
Dala 291 17,9 90
Flateyjar 257 54,1 15
Patreksfj 739 47,5 23
Þingeyrar 600 49,9 24
Flateyrar 740 61,9 36
Hóls 617 76,9 —
ísafj.1) 1595 46,2 —
Hesteyrar 386 52,4 23
Hólmavíkur 325 29,6 52
Miðfj 500 25.0 88
Hofsós 734 48,4 76
Svarfdæla 1003 41,1 123
Akureyrar — 150
Höfðahverfis 249 27,9 34
Húsavíkur 1560 93,0 42
Öxarfj — 39
Vopnafj 233 31,3 33
Fljótsdals 529 56,8 115
Seyðisfj 677 56,6 —
Reyðarf j 700 48,6 36
Berufj 221 25,2 35
Síðu 405 42,1 78
Mýrdals 623 55,1 56
Eyrarbakka 946 31,2 105
Grímsnes 430 22,2 —
Sjúklingafjöldinn í þessum 26 héruðum jafnar sig upp með að vera
45,8% af íbúatölu héraðanna, og er það nokkru minna en undanfarin
ár (1930: 54,2%, 1929: 56%). Ferðirnar eru að meðaltali 61,7 á árinu,
sem einnig er minna en undanfarin ár (1930: 71,5, 1929: 69).______________
1) Sjúklingatalan úr ísafj. nær aðeins yfir 8 mán. vegna fjarvistar héraðs-
læknis. Sjúklingatalan úr Dala mun einnig vera ónákvæm.
5