Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 57

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 57
55 þessu, þyrfti að hafa sérstök hús fyrir þessi dýr og litla girðingu við, svo að þau gætu verið úti eftir vild. Væri þá og að mestu leyti útilokað, að bandormaveikir hundar smituðu menn og skepnur. Úr þessu verð- ur ekkert nema lagaboð komi til, og er leitt til þess að vita, að slíks skuli þörf. Hofsós. 1 sjúklingur, 73 ára gömul kona, er ég taldi hafa kystoma ovarii. En við operationina reyndist það vera echinococcus, genginn út frá adnexa. Hundalækningar hafa undanfarið verið í megnasta ó- lagi í allri sýslunni. Samkvæmt reglugerðinni frá 1918 gat hver hund- eigandi fengið lyfin heim til sín, og mátti eftirlitslaust sjá um hreins- unina sjálfur. Vitanlega féll hún víða niður með því móti. Annar- staðar var hún framkvæmd þannig, að hundarnir voru lokaðir niðri í tunnu meðan lyfið var að verka. Náttúrlega var ekki verið að hafa fyrir því að baða þá, er þeir komu úr tunnunni. Æddu þeir svo um bæinn, ataðir í sínum gerningum og dreifðu bandormseggjum, ef nokkur voru, til og frá um híbýlin. Vitanlega var slík hreinsun verri en engin. Sullir í sláturfé virðast fram að þessu hafa farið hér í vöxt. Síðastliðið haust varð t. d. að kasta alveg innýflum lir 4 kindum, vegna þess, hve sollin þau voru. Þar af voru 2 lömb. Fyrir tilmæli sýslunefndar Skagafjarðarsýslu, í sambandi við fyrir- lestur, sem ég flutti á Sauðái'króki 1929 um sullaveiki, samdi ég svo uppkast að nýrri reglugerð, sem lagt var fyrir sýslufund 1930 og samþykkt með litlum breytingum á sýslufundi 1931. Sú reglugerð hefir nú verið staðfest af ráðuneytinu, og einn maður ráðinn til þess að hafa á hendi hundahreinsanir í allri sýslunni. Siglufj. Sullaveiki hefir ekki orðið vart á árinu. Svarfdæla. Enginn sjúklingur. Húsavíkur. 2 sjúklinga hefi ég séð á þessu ári (annar skráður). Annað er kona á áttræðisaldri, með afarstóran gamlan lifrarsull, en hún er ófáanleg til að láta gera við hann. Hitt er 64 ára gamall lcarl- maður, sem kom hingað á sjúkrahúsið með diagnosis lipoma spinæ en var echinococcus oss. il. Gerði ég við hann, en hægt gengur að vanda með bata. Hundahreinsanir eru í góðu lagi, en þó er alltaf tals- vert af sullum í sláturfé, svo ég býst við, að einhversstaðar sé pottur hrotinn með hirðingu sulla i heimahúsum. Hér i sláturhúsinu eru sullir brenndir. Öxarfj. Karl, 52 ára, dó, að því er ég ætla, af sull í lifur. Hann var dvergur að vexti og vesalingur um flest. Var ég sóttur til hans rétt áður en hann dó, og var þá að finna stóran fluctuerandi tumor undir hægra síðublaði. Hann var þá moribundus. Þistilfj. Sullaveiki hefir ekki orðið vart í ár. Vopnafj. Sullaveiki varð ekki vart þetta ár. Hundum fækkar heldur í sveitinni en fjölgar í kauptúnum og eru orðnir óþarflega margir þar. Hundahreinsun fer fram einu sinni á ári, en erfitt er að fá til þess starfsmenn, sem ábyggilegir séu. Betur mun nú hlynnt að hundunum heldur en áður var, og býst ég við, að þeir sækist minna eftir hráæti, þegar þeim er gefið líkt og öðrum skepnum. Sullaveiki verður nú líka minna vart 1 slátufé, að því er virðist.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.