Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 93

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 93
91 betra að hafa lítið húsnæði, sem hægt er að hita notalega, heldur en stórt, sem ekki notast að vegna kulda. Þá þykir mér líka vistlegri bað- stofa, þar sem margt er inni til ýmsra nota, og sæmilega hlý, þó nokkuð þröng sé, heldur en gestastofa, þó stór sé, þar sem 2—3 fótbrotnir stól- ar æpa til fjalaborðs á miðju gólfi, hver úr sínu horni, sveittir eða hélaðir. Húsakynni batna frekar, þó eru, eins og áður er tekið fram, nýju hús- in óhentug, sérstaklega fyrir stærðar sakir. Sumir hafa sett miðstöðvar í nýju húsin og stæðilega bæi. Ekki finnst mér hitinn nægur af þeim, sérstaklega vegna eldiviðarskorts. Mun hann þó víða meiri en hér, þar sem er fjöldi rekajarða. Galli er það, að með miðstöðvunum er sjaldn- ast séð fyrir góðri loftræstingu. Það gengur, held ég, aldrei að koma fólki í skilning um nytsemi og þrifnaðarþýðingu salerna, fyrr en það verður tekið í lög og reglugerðir, og því framfylgt, að ekkert ibúðarhús sé matshæft til lántöku, fyrr en sú vistarvera sé fullbúin. Töluvert sést hér af lús. Það er þó huggun, að siðari árin minnkar hún á skólabörnum. Vopnafj. Byggt var í sveitinni 1 nýtízkusteinhús með tvöföldum veggjum, hin veglegasta og vandaðasta bygging í alla staði. í kaup- túninu voru byggð 2 smá timburhús og byggingar eitthvað lagaðar hér og þar. Hróarstungu. Húsakynnum er yfirleitt mjög ábótavant, mikið af gömlum torfbæjum, og sumir að falli komnir. Steinhús með miðstöðv- arhitun eru þó nokkur, og' smábætist við á ári hverju. Vatnsból víða slæm, og salerni hreinasta undantekning. Böð sjaldgæf, en hinsvegar nokkuð algengt að sjá lús á sjúklingum og nit á skólabörnum. Reyðarfí. Húsakynni víðast þröng, ekkert nýtt hús byggt á árinu. Fáskrúðsfj. Húsakynni alþýðu víða frekar léleg. Almennt eru húsin smá, enda flest fyrir eina fjölskyldu aðeins. Þau hús, sem byggð hafa verið síðustu árin, eru flest úr steinsteypu, með einföldum veggjum, en viðast klætt innan á steinsteypuna með panel og pappa. Eru hús þessi bæði rök og köld. Þrifnaður er misjafn, en mun þó geta talizt víðast hvar í meðallagi. Síðu. Tvær rafstöðvar voru reistar á árinu; eru þær nú alls 24 í hér- aðinu, og hafa 34 heimili þeirra einhver not. Væri óskandi, að slík þæg- indi gætu komið sem víðast á islenzk sveitaheimili. Trúi ég varla öðru, en að það komi fljótt í ljós, að heilsu kVenfólksins verði betur borgið, þegar það er laust við ryk og reyk eldhúsanna og hefir nægan rafhita að sitja í við vinnu sína á vetrum. 4 íbúðarhús voru reist að nýju, á 2 bæjum stór og vönduð steinhús, annað þeirra úr tvöfaldri steinsteypu, með torftróði á milli veggja. Húsagerð og endurbótum húsa hefir mið- að vel áfram, og er mikil breyting í því efni til hins betra, frá því sem var, þegar ég kom í héraðið. Baðklefar og vatnssalerni eru í hinum nýjustu steinsteypuhúsum, — annars veit ég ekki til, að það sé víðar, að sjúkraskýlinu hér undanteknu. Salei’ni vantar nokkuð víða, en fjölgar nú óðum. Húsum virðist víðast haldið sæmilega hreinum, en algengur er sá ósiður að ganga inn í stofur á forugum stígvélum. Mýrdals. 4 íbúðarhús voru reist í héraðinu þetta ár, öll úr stein- steypu, og 2 rafstöðvar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.