Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Síða 93
91
betra að hafa lítið húsnæði, sem hægt er að hita notalega, heldur en
stórt, sem ekki notast að vegna kulda. Þá þykir mér líka vistlegri bað-
stofa, þar sem margt er inni til ýmsra nota, og sæmilega hlý, þó nokkuð
þröng sé, heldur en gestastofa, þó stór sé, þar sem 2—3 fótbrotnir stól-
ar æpa til fjalaborðs á miðju gólfi, hver úr sínu horni, sveittir eða
hélaðir.
Húsakynni batna frekar, þó eru, eins og áður er tekið fram, nýju hús-
in óhentug, sérstaklega fyrir stærðar sakir. Sumir hafa sett miðstöðvar
í nýju húsin og stæðilega bæi. Ekki finnst mér hitinn nægur af þeim,
sérstaklega vegna eldiviðarskorts. Mun hann þó víða meiri en hér, þar
sem er fjöldi rekajarða. Galli er það, að með miðstöðvunum er sjaldn-
ast séð fyrir góðri loftræstingu.
Það gengur, held ég, aldrei að koma fólki í skilning um nytsemi og
þrifnaðarþýðingu salerna, fyrr en það verður tekið í lög og reglugerðir,
og því framfylgt, að ekkert ibúðarhús sé matshæft til lántöku, fyrr en
sú vistarvera sé fullbúin. Töluvert sést hér af lús. Það er þó huggun,
að siðari árin minnkar hún á skólabörnum.
Vopnafj. Byggt var í sveitinni 1 nýtízkusteinhús með tvöföldum
veggjum, hin veglegasta og vandaðasta bygging í alla staði. í kaup-
túninu voru byggð 2 smá timburhús og byggingar eitthvað lagaðar
hér og þar.
Hróarstungu. Húsakynnum er yfirleitt mjög ábótavant, mikið af
gömlum torfbæjum, og sumir að falli komnir. Steinhús með miðstöðv-
arhitun eru þó nokkur, og' smábætist við á ári hverju. Vatnsból víða
slæm, og salerni hreinasta undantekning. Böð sjaldgæf, en hinsvegar
nokkuð algengt að sjá lús á sjúklingum og nit á skólabörnum.
Reyðarfí. Húsakynni víðast þröng, ekkert nýtt hús byggt á árinu.
Fáskrúðsfj. Húsakynni alþýðu víða frekar léleg. Almennt eru húsin
smá, enda flest fyrir eina fjölskyldu aðeins. Þau hús, sem byggð hafa
verið síðustu árin, eru flest úr steinsteypu, með einföldum veggjum,
en viðast klætt innan á steinsteypuna með panel og pappa. Eru hús
þessi bæði rök og köld. Þrifnaður er misjafn, en mun þó geta talizt
víðast hvar í meðallagi.
Síðu. Tvær rafstöðvar voru reistar á árinu; eru þær nú alls 24 í hér-
aðinu, og hafa 34 heimili þeirra einhver not. Væri óskandi, að slík þæg-
indi gætu komið sem víðast á islenzk sveitaheimili. Trúi ég varla öðru,
en að það komi fljótt í ljós, að heilsu kVenfólksins verði betur borgið,
þegar það er laust við ryk og reyk eldhúsanna og hefir nægan rafhita
að sitja í við vinnu sína á vetrum. 4 íbúðarhús voru reist að nýju, á 2
bæjum stór og vönduð steinhús, annað þeirra úr tvöfaldri steinsteypu,
með torftróði á milli veggja. Húsagerð og endurbótum húsa hefir mið-
að vel áfram, og er mikil breyting í því efni til hins betra, frá því sem
var, þegar ég kom í héraðið. Baðklefar og vatnssalerni eru í hinum
nýjustu steinsteypuhúsum, — annars veit ég ekki til, að það sé víðar,
að sjúkraskýlinu hér undanteknu. Salei’ni vantar nokkuð víða, en
fjölgar nú óðum. Húsum virðist víðast haldið sæmilega hreinum, en
algengur er sá ósiður að ganga inn í stofur á forugum stígvélum.
Mýrdals. 4 íbúðarhús voru reist í héraðinu þetta ár, öll úr stein-
steypu, og 2 rafstöðvar.