Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 82

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 82
80 Þingeyrar. Á árinu var keypt viðtæki og sett upp í gangi milli sjúkra- stofanna á sjúkrahúsinu. Ef stofurnar eru opnar, heyrist vel inn í þær allar. Ýmsar aðrar smáumbætur hafa og verið gerðar. Húsið er allt hitað upp með eldavél, sem reynist mjög vel. Húsrúm er af skorn- um skammti á tímabilinu frá október-—febrúar vegna aðsóknar sjúk- linga af erlendum togurum, og verður þá stundum að fylla hvern kima. Annan tíma árs er húsrúm fullnægjandi. Flategrar. Eins og að undanförnu starfaði sólbyrgi Súgfirðinga síð- astliðið sumar, og fer hér á eftir útdráttur úr skýrslu Kristjáns Alb. Kristjánssonar um það: „Sólböðin byrjuðu 20. maí og enduðu 29. á- gúst og féllu þannig á mánuðina, að í maí voru 6, júní 10, júlí 12 og í ágúst 5, eða samtals 33 dagar. Sigr. Jónsd., ljósmóðir, hafði eins og að undanförnu eftirlit með sólbaðendum, en þeir voru alls 74, þar af 10 börn. Sólböð voru samtals talin 880, en munu hafa verið nokkru fleiri. Eru þau þannig, að meðaltali nálega 12 á mann, flest 26 á mann en fæst 4. Aðsókn var jafnari en áður, og fleiri, sem höfðu einlægan áhuga á að nota sér þau. Notkun sólbaðanna er að færast í það horf, að ákveðnar fjölskyld- ur í þorpinu leggja rækt við böðin og láta alla sína einstaklinga nota þau hverja stund, eftir getu og ástæðum. Þær finna, að óhætt er að treysta gagnsemi sólbaðanna og vita nú, að þau eru ein hin kröftug- asta heilsuvernd, sem til er undir sólinni. Þær líta á sólböð sem ákveð- ið sumar- skyldu- og nauðsynja-starf, sem ekki má vanrækja, eink- um vegna barnanna. Ég verð að telja það sannað, að hver sá, er notið fær 20 sólbaða eða fleiri á einu sumri, sé að mestu varðveittur fyrir kvefsóttum og ofkælingarkvillum til næsta sumars. Þegar kveffarald- ur gengur, fá sólbaðendur að vísu kvefið, en það er eins og það viðr- ist strax burt úr þeim. Eflaust eru og sólböð ágæt fyrir gigtveikt fólk. Til þess að gera mér ekki starfið óbærilegt í héraðinu, hefi ég neyðzt til þess að taka hluta af húsi mínu fyrir sjúkraskýli, og hefir það nú starfað síðan sumarið 1927, en það er auðvitað aðeins neyðarráðstöf- un. Skýli þetta hefir árlega skotið skjólshúsi yfir 24—48 manns. Vest- ur-ísafjarðarsýsla á sjúkraskýli á Þingeyri, en þangað dettur engum sjúklingi í hug að leita úr þessu héraði. Sömuleiðis á sýslan og rekur ljóslækningatæki í sambandi við skýíið, en á Flateyri og Suðureyri, sem eru orðin álíka stór kauptún og Þingeyri, urðu menn með sam- tökum og samlögum að kaupa slík tæki og reka. Er sýslubúum í Flateyrar- og Þingeyrarhreppi þannig í heilbrigðismálum á allan hátt gert mjög misjafnlega hátt undir höfði. Til er hér sjóður, stofnaður til þess að reisa sjúkraskýli á Flateyri (sjúkraskýlissjóður), en hann er aðeins 832 kr., og sýslusjóður hefir ekkert til hans lagt. Hólmavíkur. Aðsókn að sjúkrahúsinu heldur minni en undanfarin 2 ár, en þá hefir hún orðið mest. Var lokið við að mála stofur og bað- hús, það, sem eftir var frá fyrra ári. Sauðárkróks. Allir sjúklingar á sjúkrahúsinu innan sýslu nema 2. Ljóslækninga nutu alls 30 manneskjur, þar af sjúkrahússjúklingar 13, utan sjúkrahússins 17.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.