Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Síða 41

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Síða 41
39 hún var í mörgum. Sumir fóru aldrei í rúmið. Veikin barst með ung- Iingspilti, sem veiktist á Siglufirði og var þar í sóttkví kringum 4 vik- ur. Hann var svo sótthreinsaður þar og talinn hættulaus. Kom hann svo hingað og smitaði á 2 eða 3 bæjum. Þetta sýnir meðal annars, að ekki er rétt að sleppa skarlatssóttarsjúklingum of snemma úr sótt- kví, sjálfsagt ekki fyr en 4 vikum eftir að þeir eru sótthitalausir. Alls eru skráðir 15, en talsvert fleiri munu hafa veikzt. Einn sjúkl. dó. Hann fékk sem complikation, pneumonia catarrhalis. 1 sjúkling- ur, 10 ára stúlka, fékk drep í hálsinn og efri vörina. Hún hafði öðru- hverju 41° hita. Var injiceruð með omnadin nokkrum sinnum, án þess að ég sæi nokkur veruleg áhrif af því. Svarfdæla. Varð vart fyrst í júlí. Veiktist 8 ára gamall drengur á Litlaárskógarsandi. Hefir veikin líklega borizt frá Akureyri, því að þar hefir hún verið viðloðandi síðustu árin. Samgönguvarúð var fyrir- skipuð, en var víst lítt gætt, og í sepember kom veikin upp á 3 heimil- um á Árskógsströnd, er öll höfðu smitazt frá fyrsta sóttarheimilinu. í október varð mér kunnugt um sóttina á einu heimili enn þar, og þá barst sóttin til Dalvíkur, kom þar upp i 3 fjölskyldum um sama leyti. Ekki barst sóttin þar frekar út, en í nóvember bættust enn við 4 heimili á Árskógsströnd. Var sóttin fremur væg í flestum, einkum framan af. Á 2 af heimilunum, sem veiktust í nóv., var veikin yfirleitt þung, og 2ja ára gamall drengur dó á öðru þeirra úr blóðeitrun, er hann fékk upp úr veikinni. Eftir það var loks farið að hafa nægilega varúð, enda tók þá fyrir útbreiðslu veikinnar, og hafa engin ný tilfelli komiö fyrir síðan. 2 sjúklingar fengu eyrnabólgu upp úr veikinni, báðir á sama heimili, og 2 liðabólgu, væg'ar á báðum og batnaði fljótt. Sótt- hreinsanir Iét ég gera á sóttarheimilunum áður en samgönguvarúð- inni væri létt af. Akureyrar. Var á víð og dreif, mest eftir veturnætur. Var svo væg', að margir slepptu því að vitja læknis eða tilkynna hana. Höfðahuerfis. Grunsamt var um tvö heimili, að þar hafi verið um skarlatssótt (scarlatine sine exanthemate) að ræða, sem talin hafði verið kverkabólga. Sögðu húsbændur mér, að sum börnin, sem veikt- ust, hefðu hreistrað. Öxarfj. Þegar ég kom hér i héraðið 1921, virtist mér scarlatina hér landlæg, mjög væg, og lét ég hana afskiptalausa. Ekki varð ég henn- ar þó var 1923 né upp frá því til þessa árs, og er það vafalaust, að nú var hún innflutt. 22. júlí var ég sóttur til 2ja ára stúlkubarns á Syðri-Bakka í Kelduhverfi. Sá bær er ekki á almannavegi á sumar- dag, og við utanhéraðsmenn hafði fólkið engin mök haft lengi, svo það vissi. Barn þetta hafði háan hita og talsverðan þrota í hálsi, — engar skófir í hálsi né einkenni í munni, er bentu á neitt sérstakt. Engin útþot. Barnið var fölt og soporöst, og að öllu samantöldu leizt mér illa á þessa veiki. Móðir þess lá með það og hafði líka hita og' roðavott í hálsi, svo bersýnilega var hér um faraídur að ræða. Hún var nýfarin að kenna lasleika, en barnið búið að vera veikt í nokkra daga. Nú var að vísu hin vonda hálsbólga að flækjast í héraðinu, og' þetta gat vel verið hún, enda átti ég mér eigi ills von. Skarlats- sótt datt mér alls eigi í hug, en barnaveiki fullkomlega. Vildi ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.