Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 85
— 83 —
1951
Seyðisfí. Bárust hingað með strand-
ferðaskipum frá Reykjavik í marz og
gengu fljótt yfir. Litil eftirköst. Lítils
háttar heimaunnið blóðvatn gefið
gömlu fólki.
Nes. Gengu í júnílok og fram í
september. Fremur lítill faraldur, en
nokkur lungnabólgutilfelli upp úr
þeim. Sömuíeiðis mikið um otitis
media og langvarandi bronchitis,
cinkum í unglingum og eldra fólki. '
Búða. Bárust í héraðið í júlímánuði
með Esju frá Reykjavík og gengu hér
til áramóta. Veikin fremur væg i börn-
um, en lagðist mjög þungt á flesta
unglinga.
Djúpavogs. Stungu sér niður í hér-
aðinu, en voru mjög vægir og breidd-
ust ekkert út. Smitmagn þeirra virtist
mjög lítið. Ég sprautaði nokkra með
serum, aðallega gamalt fólk. 2 konur
fullorðnar, sem ég sprautaði, fengu
mislingana, en mjög væga; annað fólk
á þvi heimili fékk þá alls ekki, svo
að hægt væri að segja með vissu, eða
varð aðeins lasið. Annars eru mörg
beimili, sérstaklega í Breiðdal og á
Berufjarðarströnd, þar sem mislingar
hafa aldrei komið, og er þar fólk, sem
komið er um og yfir sextugt og liefur
ekki fengið mislinga enn þá.
Hafnar. 1 tilfelli i marz, innflutt frá
Seyðisfirði, einangrað. 9 tilfelli í maí
—júní á 2 bæjum á Mýrum, innflutt
frá Reykjavík. Breiddist ekki út.
Kirkjubæjar. Gengu i júní, júlí og
ágúst. Fáir sýktust, en sjúkdómurinn
lagðist fremur þungt á þá, sem hann
tóku.
Vikur. 1 Vík 1 tilfelli frá Reykjavik.
Breiddist ekki út þar. Börn smituðust
i Fjallalaug af aðkomumönnum. Veikt-
ust síðan 28 þar.
Vestmannaeyja. Gengu yfir fyrstu 5
mánuði ársins. Yfirleitt vægir.
Eyrarbakka. 2 börn fengu mislinga
í maí frá Reykjavík, en án vitaðra
samgangna þeirra á milli. Fyrir góða
aðstoð heimilanna tókst að hefta út-
breiðslu.
Langarás. Komu upp í Laugarvatns-
skóla. Kom til orða að bólusetja þá,
sem ekki höfðu fengið þá áður, en
varð ekki af, enda hvort tveggja, að
bóluefni var nær ófáanlegt og mis-
lingarnir vægir á flestum, þótt mis-
jafnt orð færi af þeim i Reykjavík og
viðar. Hins vegar var tekið nokkurt
serum úr reconvalescentum á Laugar-
vatni. Bárust litið út.
Keflavíkur. Bar á veikinni i árs-
byrjun og hélzt viðloða meira hluta
ársins. Reynt var að verja einstaka
menn vegna berklahættu, en mjög tor-
velt var að fá blóðvatn. Einstaka full-
orðnir urðu mjög þungt haldnir, að-
flutt fólk úr sveit, en lagðist léttara á
börn. Enginn lézt úr veikinni.
13. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 23 38 12 26 1250
Ilámr „ „ ,, ,, „
Mesti hvotsóttarfaraldur, sem skráð-
ur hefur verið, og fór viða yfir.
Sneiddi þó yfirleitt hjá hinum af-
skekktari héruðum, en var einna út-
breiddastur í Reykjavík og nágranna-
héruðum. Út úr umsögnum læknanna
má lesa öll aðaleinkenni kvillans og
háttu faraldursins, og kemur það allt
vel heim við það, sem áður er um
sótt þessa vitað.
Rvík. Gekk um vorið og fyrra hluta
sumars. Flestir sjúklingar skráðir í
maí. Strjálingur skráður aðra mánuði
ársins, og fer sjúklingum heldur fjölg-
andi aftur, er líður að áramótum.
Hafnarfí. Varð vart hér síðara hluta
ársins. Ekki virtist faraldurinn alvar-
legur, en hvimleiður.
Akranes. Á lienni bar talsvert i maí
og júni, nokkur tilfelli i júlí.
Stykkishólms. Stingsótt fengu nokk-
ur börn, sem voru við sundnám i
Reykholti. Veikin breiddist talsvert út,
er börnin komu heim. Þetta er leið-
inda kvilli og verkir oft þrálátir. Ekki
virtust súlfalyf eða pensilín hafa nein
veruleg áhrif á veikina.
Búðardals. Allmikið kvað að sótt
þessari, sem mest bar á í september.
Ekki öll tilfelli skráð.
Þingeyrar. Faraldur kom upp í
aprilmánuði, eftir dvöl aðkomumanns
hér um páskana. Þá þegar 45 veikir,