Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 220
1951
— 218 —
Tillaga réttarniáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á það álit dr. med. Helga Tómassonar um geð-
heilsu Þ. K. M-sonar, að fremur sé um að ræða afleiðingu slæmrar
aðbúðar í uppvexti, fátæktar samfara þekkingarskorti og gáfnaskorti,
en geðveilu eða geðveiki.
Læknaráð fellst einnig á niðurstöðu dr. ined. Helga Tómassonar
um sakhæfi ákærða og telur hæpið, að refsing geti borið þann árangur
gagnvart honum, að hún fái skapað með honum hvatir til að forðast
refsiverða hegðun.
G,reinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 6. janúar
1953, staðfest af forseta og ritara 15. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi sakadóms Reykjavikur, uppkveðnum 24. jan. 1953, var
ákærði, S. L. B., dæmdur í 3 mánaða fangelsi og ákærði Þ. K. M., í 4 mánaða fangelsi,
hvort tveggja skilorðsbundið. Báðir voru sviptir kosningarrétti og kjörgengi.
3/1952.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 28. nóvember
1952, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur
24. nóvember s. á., leitað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu
nr. 448/1950: G. J-son gegn Almenna byggingafélaginu h/f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 20. júní 1946 var G. J-son, verkamaður, Siglufirði, f. 3. júlí
1903, að vinna við smíði vinnupalla, er nota átti við uppsetningu á
mjölblásturspípum við síldarverksmiðjuna SR 46 á Siglufirði. Kveðst
hann hafa verið staddur uppi á 8 metra háum vinnupalli, þegar borð
eða langfjöl brotnaði undan honum með þeim afleiðingum, að hann
féll til jarðar og slasaðist.
Læknir var þegar sóttur á slysstaðinn og slasaði fluttur í sjúkra-
hús Siglufjarðar, þar sem ..., starfandi læknir á staðnum, stundaði
hann. I læknisvottorði siðast nefnds læknis, dags. 23. júni 1946, er
slasaði sagður hafa verið mjög „shockeraður“ og hafa átt erfitt með
að draga andann vegna sársauka í brjósti. Áverkinn er nefndur
contusiones thoracis dorsi et pedis dextri.
Hinn 27. júní 1946 tók ..., héraðslæknir á Siglufirði, að stunda
slasaða, og samkvæmt læknisvottorði hans, dags. 6. júlí 1946, er
slasaði kominn heim til sín og liggur rúmfastur og er ekki talinn
vinnufær vegna þrauta, en búizt við, að hann geti farið að vinna
eftir 1—2 vikur. Samkvæmt vottorði sama læknis, dags. 3. ágúst
1946, er slasaði ekki talinn fær til fullrar vinnu, en sagður hafa unnið
létta vinnu hjá síldarverksmiðjum ríkisins síðan 30. júlí s. á.
í málinu liggur fyrir læknisvottorð frá dr. med. Snorra Hallgríms-
syni, nú prófessor, dags. 24. október 1947. í upphafi þess segir, að slas-
aði hafi, síðan slysið varð, haft meiri og minni þrautir í baki, sér-
staklega við áreynslu. Síðan segir svo í vottorðinu: