Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 145
— 143 —
1951
því, og aldrei komst sjúklingurinn á
Klepp. Var hann fyrst látinn á Litla
Hraun, en útskúfað þaðan eftir viku-
tíma. Var síSan i gæzlu í Reykjavik
með ærnum kostnaSi, þar til mesti
ofsinn dvínaði, að ég held eftir noklcr-
ar raflosttilraunir. Var þá tekinn á
Arnarholt. En undarlegt þykir mörg-
um orðið, hve yfirlæknirinn er frá-
bitinn öllum róttækum lækningatil-
raunum á sjúklingum sínum. Annar
maður var tekinn á Klepp í 3. eða
4. sinn og nú eftir margs konar bras
og ævintýri (komst þar m. a. hnífur
dagblaðanna í feitt, og virðist fátt um
andans auð, þegar þau fara að gera
sér mat úr svo sorglegri ógæfu ná-
ungans). En undarlegt þótti mönnum,
cftir allt, sem á undan var gengið
(maðurinn hafði t. d. gengið um með
byssu og skotið skepnur hjá sér og
nágrönnum), að yfirlæknirinn lét
hann alveg frjálsan ferða sinna, og
var hann á sífelldu flakki um sýsl-
una og heim til sín, börnum sinum
og aðstandendum til sárrar raunar og
vandræða, enda fór svo, að þau gáfust
upp á búskapnum og tvístruðust (í
fardögum 1952). Skildist mér, að yfir-
læknirinn treystist ekki til að hindra
frjálsar ferðir sjúklingsins nema sam-
kvæmt vottorði frá mér (!), sem hann
þó aldrei fór fram á við mig. Fór svo,
að ég gaf slikt vottorð, að beiðni sýslu-
nianns. Fjörgamall maður hefur um
nokkur ár haft morbus mentalis seni-
lis og verið mjög erfiður. Er nú nijög
kominn að fótum fram (dó i janúar
1952). Eru þá eftir 2 geðveikir í hér-
aðinu, og valda þeir sjaldan vand-
ræðum.
Um fávita:
Rvik. Af fávitum bæjarins eru 10 að
Arnarholti, 8 að Sólheimum i Gríms-
nesi og 7 að Kleppjárnsreykjum.
Hafnarfj. 2 fávitanna eru á Elli-
beimili Hafnarfjarðar, og er sæmilega
fyrir þeim séð. Hinir eru allir á heim-
Rum og þurfa flestir hælisvistar. Býst
ég yið, að fleiri fávitar kunni að vera
í héraðinu, þó að þeir hafi ekki kom-
ið mér fyrir sjónir.
Ólafsvíkur. Ekki er mér kunnugt
um fleiri í héraðinu en þá, sem á
skýrslunni eru.
ísafj. 2 dóu á árinu. Annað situr
við hið sama um fávita.
Öqur. 10 systkini, flestöll hálfvitar,
og foreldrarnir einnig mjög vitgrann-
ir, enda var móðuramma barnanna
fáviti, sem gat ekki gengið. Reynt hef-
ur verið að kenna elztu börnunum
lestur og skrift. En ekki hefur enn þá
tekizt að kenna þeim faðirvorið. Heim-
ilisástæður á þessum bæ eru slikar,
að leitun mun vera á þvílíkri eymd
og sóðaskap á öllu íslandi. Leitazt
hefur verið við að koma viti fyrir
þetta fólk, og komið liefur til tals hjá
hreppsnefndinni að leysa heimilið
upp og koma börnunum fyrir, en eng-
an árangur hefur það borið. Hins
vegar bætist nýr hálfviti í hópinn á
hverju ári. Á öðrum bæ í Ögurhreppi
eru 3 systkini, sem öll eru fávitar. 2
þeirra eru tviburar og hafa þeir feng-
ið æðilcöst öðru hverju. Yarð að flytja
annan þeirra til ísafjarðar á síðast
liðnu hausti, þar sem ekkert réðst
við hann.
Sauðárkróks. Hef bætt á skrá barni
á öðru ári, sem virðist vera fáviti og
hefur morbus cordis congenitus.
Nes. Meðferð fávita góð og aðbún-
aður sömuleiðis. Ein undantekning er
þó á því, og hún slæm. Er það 10
ára drengur i Neskaupstað, sem býr
hjá móður sinni, en hana má telja
hálfgeðbilaða. Faðirinn dvelst nú á
elliheimili staðarins. Þrátt fyrir
margítrekaðar tilraunir barnaverndar-
nefndar hefur ekki tekizt að fá hæl-
isvist fyrir dreng þennan. Fæst eng-
inn til að taka hann á sitt heimili
vegna ólenytta, þjófslundar og kval-
aranáttúru. Yegna umhirðuleysis er
hann orðinn hættulegur umhverfi
sinu. (Nú von um hælissvist, i april
1952.)
Vestniannaeyja. Koma vart öll kurl
til grafar. Meðferð fávita má, eftir at-
vikum, telja góða.
Laugarás. Auk fávitanna á Sólheim-
um eru i héraðinu 4 fávitar. Ættu 3
þeirra sennilega heima á hæli, en ó-
víst, að aðstandendur kærðu sig um
það, þótt til boða stæði. Hinn 4. er
67 ára kona, að mestu sjálfbjarga. Fá-