Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 179
— 177
1951
ganga þaðan til Skálavíkur og lita þar
á sjúkling, sem grunur var um, að
befði fengið botnlangabólgu. Þegar
þangað kom, var sjúklingurinn kom-
inn á fætur og orðinn fullfrískur. Ég
notaði þá tækifærið og gekk á næstu
bæi og bólusetti ungbörn, en það hafði
ekki verið gert lengi í héraðinu. Þeg-
ar ég var staddur i Skálavik, skall á
blindhrið, og var ég þar veðurtepptur
í einn sólarhring. Næsta dag tókst mér
að komast út i Djúpbátinn i Vatns-
firði og komst þá til ísafjarðar um
kvöldið og Súðavikur daginn eftir.
Hafði ég þá verið viku i þessu ferða-
lagi.
Hesteyrar. Þá 6 mánuði, sem ég
þjónaði Hesteyrarhéraði, ásamt Ögur-
héraði, kom ég aðeins tvisvar í hér-
aðið. í fyrra skiptið var ég kallaður
til konu norður í Jökulfjörðum, sem
hafði crisis thyreotoxicosa. Varð ég
þá að aka í bíl frá Súðavík til ísa-
fjarðar og fara þaðan með Djúpbátn-
um norðureftir með viðkomu í Bol-
ungarvík og Aðalvík. Kom ég aftur til
Súðavikur eftir 2 sólarhringa. I seinna
skiptið gerði ég mér ferð á hendur
norður i Grunnavík til þess að kynn-
ast þar fólki og staðháttum. Dvaldist
ég þar daglangt, dró tennur og gerði
að öðrum smákvillum manna þar í
víkinni.
Blönduós. Á árinu keypti ég mér
handhægt rafmagnsbrennslutæki, sem
hægt er að nota til að gera fulgura-
tio, coagulatio og desiccatio á ýmsum
smáæxlum, eða sviða fyrir æðar með.
Það er einnig talið gott til að minnka
stækkaða kokeitla og þá með coagula-
tio, og eiga þá m. a. að myndast i
autovaccin, en ekki lief ég enn reynslu
fyrir þvi. Tæki þetta heitir hyfreca-
tor og er nafnið dregið af high fre-
quency. Það er ekki stærra en svo,
að hengja má það upp á vegg, en
galli á þvi er, að það er fyrir 110
volta straum og þarf maður þvi að
hafa spenni. Mér virðist vera hægt að
gera flest með þvi, sem gert er með
stóru tiðnisáhöldunum, t. d. að svíða
fyrir æðar í blóðríkum vef. í vestur-
för minni sá ég t. d. gerða resectio
recti í Rochester, þar sem varla var
bundið fyrir nokkra æð, heldur brennt
fyrir, auk þess sem það er venjan við
aðgerðir á heila. Tækið fæst hjá Tec-
nica h/f og kostar ekki nema eitthvað
um 1100 krónur án spennis.
Grenivikur. Allar ferðir nú farnar
á bílum, sé hægt að koma þeim við,
vetrarferðir á skíðum eða fótgang-
andi. Hestakostur minnkar nú hér
vegna jeppa- og dráttarvélakaupa.
Kópaskers. Lengsta ferð 255 km
heiman og heim. 41 ferð yfir 100 km.
Mest var ferðast i bifreið, en að vetr-
inum gripið til hesta, skíða, báts og
jafnvel jarðýtu, auk fótanna hjálpar-
tækjalausra. Á árinu eignaðist ég bif-
reið (Land-Rower), og eru að þvi
mikil þægindi.
Bakkagerðis. Ferðalög yfirleitt stutt
og þægileg. Oftast liægt að komast á
bílum eða bátum.
15. Slysavarnir.
Ólafsvíkur. Slysavarnarsveitir eru á
Arnarstapa, Hellissandi og Ólafsvík.
Hafa allar fluglínutæki.
Beykhóla. Slysavarnardeildin er í
Reykhólahreppi, og safnar hún fé til
slysavarna.
ísafj. Slysavarnardeildir karla og
kvenna starfandi hér.
Sanðárkróks. Slysavarnardeildir eru
2 á Sauðárkróki og starfa aðallega að
fjársöfnun til slysavarna.
Grenivikur. 3 skipbrotsmannaskýli
eru nú í héraðinu, eitt að Látrum á
Látrarströnd, annað að Þönglabakka
i „Fjörðum“ og i Keflavik hið þriðja,
sem reist var á einni nóttu, 29. júni
nú í ár, af kvennadeild Slysavarnar-
félags íslands á Akureyri. Eru þar
rúmstæði með teppum fyrir 8 menn;
einnig eru þar matvæli. í skýlinu er
smáeldhús með eldavél, einnig olíu-
vél. Hef ekki heyrt annað en vel sé
um skýlin gengið. Á bryggju liér á að
vera björgunarhringur og haki.
Þórshafnar. Stofnuð slysavarnar-
deild.
Bakkagerðis. Engar slysavarnir.
Nes. Kvennadeild slysavarnarfélags-
ins starfar ötullega, bæði að útvegun
slysavarnartækja og að kaupum á
tækjum til sjúkrahússins, ásamt öðr-
um góðgerðafélögum. Brunalið Nes-
23