Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 230
1951
— 228 —
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 2. júní
1953, staðfest af forseta og ritara 13. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Meö bréfi dómsmálaráðuneytisins til sakadómara, dags. 28. júlí 1953,
var ákveðið að höfða ekki opinbert mál út af framan greindu máli.
7/1953.
Sakadómarinn í Reykjavik hefur sem umboðsdómari, með bréfi,
dags. 6. júlí 1953, samlcvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi
Reykjavíkur, 1. s. m., leitað umsagnar læknaráðs í barnsfaðcrnismál-
inu. S. E. gegn Ó. Þ.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 9. apríl 1948 ól kærandi í máli þessu, S. E., ..., svein-
barn, sem skírt var 4. júlí s. á. og nefnt H. Samkvæmt vætti ..., ljós-
móður, ... fyrir aukadómþingi Árnessýslu 29. maí 1953, var barnið
við fæðinguna 48 sm á lengd og 7 merkur á þyngd. Höfuðmál var 32
sm og 31 sm. Barnið hafi verið eðlilegt til baks og kviðar, með mikið
hár, eðlilegar neglur og eðlilega húð.
Föður að barninu lýsti kærandi í máli þessu, Ó. Þ., ... í
Reykjavík, en hann hefur ekki viljað kannast við faðernið.
Upplýst er í málinu, að málsaðiljar voru í fermingarveizlu að ...
að kvöldi 30. júní 1947. Hefur kærandi haldið því fram, að þau kærði
hafi orðið samferða úr veizlunni heim að N., skammt frá .... Styðst
sá framburður hennar við vætti nokkurra vitna. Kveður hún sig hafa
haft samfarir við kærða að N. þá um nóttina. Kærði, sem samkvæmt
gögnuin málsins var eitthvað undir áhrifum áfengis umrætt kvöld,
hefur staðfastlega neitað að hafa verið samvistum við kærandi um-
rædda nótt svo og að hafa haft samfarir við hana á hugsanlegum getn-
aðartíma barnsins. Kærandi hefur aftur á móti ekki hvikað frá þvi,
að kærði sé eini liugsanlegi faðir barnsins.
Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, lcveðnum upp 22. desember 1950,
var kærði sýknaður af kröfum kærandi á grundvelli blóðrannsóknar,
sem talin var útiloka hann frá faðerni. Vegna nýrra gagna, sem fram
komu eftir uppkvaðningu dóms, var málið tekið upp að nýju og
sakadómarinn i Reykjavík skipaður umboðsdómari í því með bréfi
dómsmálaráðuneytisins, dags. 27. apríl 1953.
í málinu liggur fyrir læknisvottorð Jóns Sigurðssonar, borgarlæknis
í Reykjavík, (dskj. nr. 9), og segir þar svo:
„Ljósmóðirin hefur fyrir rétti vottað, að umrætt barn hafi, að hennar
dómi, haft við fæðinguna einkenni fullburða barns, að öðru leyti en
því, hve létt það var, 7 merkur. Barnið hafi þá verið 48 sm á lengd,
og höfuðmál þess 32 og 31 sm. Það hafi verið eðlilegt til baks og
kviðar, haft mikið hár og eðlilegar neglur og húð.
Að minu áliti verður barnið skv. þessu að teljast fullburða við fæð-
ingu.
Venjulegur meðgönguthni fullburða barns er um 270 dagar, en getur
verið misjafnlega langur, frá 240 til 320 dagar.