Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 224
1951
— 222 —
Röntgenmynd, tekin á Landspítalanum 18. marz 1948, leiðir í
ljós, að fract. sú, er áður um getur, hefur gróið, án þess að nokkur
malformitet séu sjáanleg. Hins vegar virðast hinar osteoarthrotisku
breytingar og kyphosis í col. thorac. hafa aukizt að milclum mun.
Að því athuguðu, er hér hefur verið sagt, tel ég, að núverandi
óþægindi sjúklingsins hafi verið byrjuð, áður en umrætt slys vildi
til, eða a. m. k. hafi þær pathologisku breytingar, er þeim valda,
verið fyrir hendi. Hins vegar finnst mér sennilegt, að áverkinn hafi
aukið symptomin og ef til vill ýtt undir áframhaldandi arthrotiskar
breytingar í columna.
Ég tel því ekki, að óþægindi sjúklingsins séu nema að nokkru
leyti afleiðing slyssins frá 1946.“
í málinu liggur fyrir ódagsett vottorð frá Tryggingastofnun rikis-
ins, þar sem sagt er frá því, að ... heitinn . .. læknir hafi hinn 8.
nóvember 1948 metið örorku slasaða 40%, þar af slysaörorku 20%,
og hafi bætur verið greiddar samkvæmt því.
Frá prófessor Jóhanni Sæmundssyni liggja fyrir tvö læknisvott-
orð. Hið fyrra er dagsett 25. júní 1950 og hljóðar svo:
„Þann 8. júní 1950 rannsakaði ég hr. H. G-son, er slasaðist þ. 20.
júní 1946 með þeim afleiðingum, að þvertindar brotnuðu vinstra
megin af 1.—4. lendalið. Á röntgenmynd, tekinni 6. júní 1950, mótar
fyrir, hvar brotin voru, en þau eru vel gróin, án þess að valdið hafi
missmíði. Liðbilið milli L-V og S-I er þröngt, en beingerðin þar er
ekki óeðlilega þétt. Ekki teljandi einkenni um osteoarthrosis.
Slasaði var á Kristneshæli í 9 mánuði vegna brjósthimnubólgu,
er hann fékk 1926 og átti í i 2 ár. Hún var að sögn þurr. Hann fór
að kenna verkja í baki ca. 1935—’36, aðallega í mjóhrygg. Lagði
ofan í báða fætur að aftan niður í kálfa. Stóð frekar stutt í einu,
var betri á milli. Var í nuddi og diathermi f. 5—6 árum, að hann
minnir, hjá ... (starfandi nuddlækni í Reykjavík) vegna þessa. Var
þá tekin mynd af baki. Aðalkvartanir nú eru þreyta og þrautir í baki
hægra megin, undir herðablaði, og er hann þá „eins og lamaður
hægra megin“. Verkinn leggur stundum fram í hægri handlegg,
jafnvel vinstri, en þó einna mest í mjóbak og raunar um allt bakið.
Skoðun sýnir kryppumyndun í brjósthrygg -f- hryggskekkju. Beygir
sig áfram, svo að 5 sm vantar á, að gómar snerti gólf með beinum
hnjám. Bolvinda til hægri takmörkuð og dálítið sár. Hliðarsveigja
eðlileg, nokkuð sár til hægri. Ekki verulegur sársauki við sveigju
aftur á bak. Engin lömun í fótum. Gengur vel á tám. Ilsig á hægra
fæti, notar ei ilstoðir. Reflexar eðlilegir og tilfinning óskert. Rönt-
genmynd sýndi aukna kryppu og osteofyta í brjóstliðum 1948. Slas-
aði virðist hafa verið veill í baki fyric slysið. Örorkan af völdum
þess fer varla fram úr 20%.“
Hið síðara er dagsett 19. febrúar 1952 og hljóðar svo:
„Ég hef í dag athugað af nýju hr. H. G-son, . .., Rvík, en áður
hafði ég rannsakað hann þ. 8. júní 1950, sbr. vottorð mitt frá 25.
júní 1950.
Almenn skoðun leiðir hið sama í ljós og hún gerði þá, og tel ég'
mig ekki hafa neinu við það vottorð að bæta.“