Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 95
— 93
1951
lingar með þenna sjúkdóm á árinu, ast liðiS ár. Sjúklingarnir skiptust
og er það 9 sjúklingum færra en síð- þannig eftir aldri og kyni:
15—20 ára 20—30 ára 30—40 ára Samtals
M K M K M K
Syphilis primaria ........... „ „ 4 „ „ „ 4
Syphilis secundaria ....... 13 14 „ „ 9
Syphilis tertiaria........... „ „ „ „ „ 1 1
Alls ........................ 1 3 5 4 „ 1 14
9 sjúklingar höfðu lokið lækningu
sinni og voru seron- um áramót. 3
sjúklingar höfðu ekki lokið lækningu
sinni í árslok. 1 sjúklingur fluttist út
á land í lækningu þar.
Hafnarfj. Annað hvort er, að lek-
andi er hér sjaldgæfur sjúkdómur, eða
menn leita Íítt til lækna með hann
hér. Vera má, að þeir fari til sérfræð-
inga í Reykjavík með þetta. 1 kona
skrásett með sárasótt á 1. stigi; var
orðin sero-^ í árslok. Sjúklingar þeir,
sem skrásettir hafa verið hér undan-
farin ár, eru læknaðir að fullu, eftir
því sem ég bezt veit.
Stykkishólms. Með lekanda ungur
maður og ung stúlka, bæði rúmlega
tvítug, og 15 ára slcólastrákur úr
Heykjavík, sem sagðist hafa smitazt af
15 ára skólasystur sinni. Snemma af
stað farið þar. Maður úr öðru héraði
leitaði til min með nýlega uppgötvaða
lues tertiaria.
ísafí. Lekanda fengu 3 menn (2
skráðir), aðflutt tilfelli, sem bötnuðu
fljótt, án útbreiðslu.
Blönduós. Með síldarbáti á Skaga-
strönd kom ungur maður með ferskan
lekanda, og var hann settur á sjúkra-
húsið og læknaður i skyndi með
pensilíni í allsíórum skömmtum. Hafði
hann smitazt á Siglufirði.
Sauðárkróks. 1 innlendur maður
skráður með lekanda og 2 útlendingar
af skipi. Batnaði við pensilín.
Hofsós. Kunnugt um sjómann, sem
fékk lekanda, en leitaði lækninga hjá
nágrannalækni minum.
Akureyrar. Mjög auðveldlega gengið
að lækna lekanda með pensilíngjöf. Af
sárasótt aðeins komið fyrir 1 tilfelli,
og var það sjómaður (negri), er fékk
hér áframhaldandi lækningu, meðan
skip hans dvaldist hér.
Vopnafj. 1 lekandasjúklingur, ís-
lenzkur sjómaður.
Nes. 7 lekandatilfelli skráð, þar af
2 stúlkur. Karlmennirnir allir sjó-
menn, sem smituðust í Englandssigl-
ingum, flestir súlfaresistent, þar sem
þeir höfðu reynt lyfið án árangurs á
heimleið. Fengu allir pensilínmeðferð
og sumir chloromycetín áfram, þegar
ekki var hægt að halda þeim heima
til framhaldsmeðferðar. Önnur stúlkn-
anna gift einuin sjómannanna og smit-
aðist af honum. Hin smitaðist i Norð-
urlandi „í síldinni". Innlendur sjó-
maður fékk ulcus venereum i enskri
höfn. Sárasótt engin á árinu.
Vestmannaeyja. Skráðir sjúklingar
allt sjómenn af fiskiskipum, erlendum
og innlendum. Með sárasótt 2 sjúk-
lingar, hvort tveggja brezkir sjómenn.
Keflavikur. Sem betur fer má segja,
að lekandi sé fátíður sjúkdómur hér
á Suðurnesjum, í jafnfjölmennu hér-
aði og við hliðina á Keflavíkurflug-
velli. En sannleikurinn er sá, að þótt
vafalaust séu talsverð brögð að ólifn-
aði í sambandi við flugvöllinn, er heil-
hrigðiseftirlit i góðu lagi þar og ríkt
gengið eftir, ef lekandi smitar, að rak-
ið sé til uppsprettunnar og lækning
sé tryggð. Sárasótt fannst af til-
viljun i íslenzkum manni á Keflavik-
urflugvelli við blóðrannsókn og konu
hans. Hafði hann verið í siglingum,
vann nú á flugvellinum, en konan
í Keflavík. Var hann læknaður á
sjúkrahúsi flugvallarins, en konan hjá
héraðslækni i Keflavík. Annar sjúk-
lingur veiktist á flugvellinum og var
læknaður þar. íslenzk kona átti ann-
að barn sitt á Landsspítalanum og
reyndist þar Kahn++. Ókunnugt um
smitun. Eiginmaður heilbrigður. Kon-
an fékk lækningu lijá héraðslækni.
Aðeins 2 innlendir fengið veikina á