Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 229
— 227 —
1951
hennar, og allt virzt ganga ágætlega. í þessum veikindum hafi kærð
aldrei haft sótthita.
„Fólk E. hefur nú seinni árin stöðugt staðið í sambandi við vitnið
út af E. og kvartað yfir, að hún væri mjög vanstillt á geðsmunum,
m. a. komið fyrir, að hún hafi barið suma meðlimi fjölskyldunnar.
Vitnið hefur litið nokkrum sinnum til hennar og haft viðtal við
hana. Vitnið hafi þó ekki tekið hana til meðferðar. Vitnið talaði við
E., áður en það gaf vottorðið á dskj. nr. 2. í viðtali þessu sannfærðist
vitnið um, að rétt væri, það sem barnaverndarnefnd og aðstandendur
hennar sögðu um heilbrigði hennar, um ósannsögli og óheiðarlegheit
í viðskiptum og að ástæða væri til að halda, að hún væri ósjálfráð
gerða sinna.
E. hefur viðurkennt fyrir vitninu, að hún hafi vanrækt börnin, og
vitninu er kunnugt um, að ástandið var það alvarlegt, að barnaverndar-
nefnd varð að hafa eftirlit með börnunum. Vitninu virtist hún ekki
hafa neinn skilning á ástandi sínu og ekki gera sér ljóst, hvenær hún
sagði satt og hvenær ekki. Vitnið taldi því, að varhugavert væri að
dæma hana sem heilbrigða og sjálfráða gerða sinna og gaf vitnið því
vottorðið á dskj. nr. 2. Vitnið segist hafa oftar en einu sinni komið
til E. á árinu 1952.“
Um áður nefnda álitsgerð dr. med. Helga Tómassonar segir vitnið,
að upplýsingar dr. Helga um kærða séu einvörðungu annaðhvort frá
kærðri sjálfri eða hlutdrægum vinum hennar, eins og vitnið orðar
það. Ástæða hefði verið fyrir dr. Helga að fá upplýsingar hjá barna-
verndarnefnd, ..., systur kærðrar, og síðast en ekki sízt frá þeim sér-
fræðingi, sem stundað hefði kærða áður, þ. e. frá vitninu. Kveðst vitnið
skv. beiðni dr. Helga hafa verið að semja álitsgerð um kærða, og hafi
það verið langt komið með hana, er vitnið frétti, að dr. Helgi væri bú-
inn að senda sakadómara álitsgerð sína.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er álits læknaráðs á álitsgerð dr. med. Helga Tómassonar
vegna ósamræmis þess, er gætir í áliti hans og ..., læknis, sérfræðings
í tauga- og geðsjúkdómum.
Við meðferð málsins í réttarmáladeild vék dr. med. Helgi Tómasson
sæti, en í stað hans tók sæti í deildinni dr. med. Jóhann Sæmunds-
son, prófessor, yfirlæknir lyflæknisdeildar Landspítalans.
Tillaga réttarmáladeildar um
Álgktun læknaráðs:
Þar sem umsagnir þeirra sérfræðinganna, ... og dr. med. Helga
Tómassonar, styðjast við athuganir, sem farið hafa fram á ólíkum
tímum, og mismunandi heimildir um framferði kærðrar, treystir lækna-
ráð sér ekki til, að svo vöxnu máli, að taka afstöðu til ósamræmis
þess, er fram kemur í álitsgerðum sérfræðinganna um geðheilsu
hennar.