Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 86
1951
— 84 —
síðan 16 í júlí og 29 í ágústmánuði.
Aðra mánuði fá tilfelli eða engin.
Hólmavikur. í marzmánuði gekk á
Drangsnesi vægur faraldur með sting-
verkjum i brjósti og hitasótt. Varð út-
breiddur nokkuð, en ég sá ekki nema
5 tilfellin, sem öll voru væg. Hiti
hvarf á 2—3 dögum, en verkjaköst
komu aftur og aftur næstu 3 vikur i
nokkrum tilfellum. Síðara hluta apríl
og samtímis kveffaraldrinum, sem
fyrr getur, kom þessi sótt upp á
Hólmavik. Veiktist nær eingöngu ungt
fólk. Fékk flest háan hita (um 39°) í
1—2 daga og sára takverki í brjóst,
svo að erfitt varð um öndun. Ekkert
fannst við hlustun. Verkurinn hvarf
oftast með hitanum, en í mörgum til-
fellum tók hann sig upp aftur um
viku siðar með hita á nýjan leik. Þá
fengu 3 karlmenn enn þriðja hita-
kastið og nú orchitis með töluverðri
helaumri bólgu, sem þó hvarf án að-
gerða á um vikutima.
Blönduós. Skráð í manni á síldar-
báti og auk þess nokkur tilfelli í Ból-
staðarhlíðarhreppi.
Akureyri. Stakk sér hér niður í júlí-
mánuði. Lýsti sér með miklum sting í
brjósti og verulegri hitahækkun, en
ekkert óeðlilegt var að heyra við
hlustun, og engar breytingar sáust á
röntgenmyndum.
Kópaskers. Hiti oftast lítill og
skammvinnur, en sárt tak. Ekkert ab-
normt við hlustun. Á sumum sjúkling-
unum voru sárindin mest í ofanverð-
um 'kviðarvöðvunum. Recidiv engin.
Seyðisfj. 7 veiktust af stingsótt í
september. Mikil núningshljóð i ein-
um sjúklingnum.
Nes. Gekk sem faraldur í júli—nóv-
ember. Fleiri tilfelli óskráð en skráð.
Yfirleitt væg.
Djúpavogs. Margt fólk talsvert veikt
með hita og verkjum, sem viða gerðu
vart við sig í kviðvöðvum, herðum og
baki, auk hinna venjulegu verkja og
stings frá rifjahylki. Nokkrum sló nið-
ur aftur, ef þeir fóru ógætilega með
sig, og voru þá lengi að ná sér. Ég
held, að öll lyf séu tilgangslítil við
kvilla þessum. Súlfalyf gera ekkert
gagn. Bezt virðist mér að láta sjúk-
linginn taka antipyretica og liggja
alveg í nokkra daga, eða meðan verk-
ur er.
Hafnar. Aðeins 6 tilfelli skráð í
ágúst—september, en var mjög út-
breidd hér á þeim tíma.
Vestmannaeyja. Nokkur tilfelli um
sumarið.
Eyrarbakka. Nokkur allþung tilfelli
mánuðina júní—ágúst.
Lauyarás. Stakk sér aðeins niður í
júní og júlí.
Keflavíkur. Fór að bera talsvert á
þessari óljósu veiki um vorið, en fjar-
aði síðan út. Menn fengu verk fyrir
bringsmalir og siðu, uppköst og hita
í nokkra daga, og varð þetta ekki
lieimfært undir aðra greiningu. En
vera kann, að skráning sé ekki ná-
kvæm.
14. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 14.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl. 19 397 1411 925 33
Danir ,, ,, ,, ,, „
Lítils háttar eftirhreytur frá far-
aldri síðast liðins árs.
Hafnarfj. Leifar faraldurs fyrra árs.
Hvammstanga. Kom upp á einu
heimili í Víðidal. Smitun sennilega
úr Blönduóshéraði. Þarna veiktust 5
manns, börn og unglingar, allir vægt,
nema stúlka á þrítugsaldri, sem var
illa haldin um skeið.
Blönduós. Stakk sér lítils háttar
niður í ársbyrjun, og voru það einnig
leifar frá undanförnu ári.
15. Kveflungnabólga
(pneumonia catarrhalis).
16. Taksótt
(pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 15—16.
1947 1948 1949 1950 1951
Sjúkl.1) 129G 724 846 819 1541
— 2) 269 184 143 162 212
Dánir 58 55 67 56 753)
1) Pneumonia catarrhalis.
2) Pneumonia crouposa.
3) í hinni nýju alþjóðlegu sjúkdóma- og
dánarmeinaskrá er lungnabólga ungharna (er