Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 136
1951
134
karlar. 4 létu lífi'ð í slysum þessum,
2 börn, 1 kona og 1 karl. Alls drukkn-
uðu 9 menn (1 útlendingur), 5 féllu
útbyrðis af skipum eða bátum, 3 ölv-
aðir menn drukknuðu i höfninni, 1
barn villtist niður að sjó og drukkn-
aði. í flugslysum fórust 5 manns, 3
milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur
og 2 í Englandi. Einn maður féll við
vinnu um borð í togara, höfuðkúpu-
brotnaði og dó. 3 menn fyrirfóru sér
með svefnlyfjum, en 1 maður með því
að drekka 2 flöskur af trichlorethylen-
blettavatni.
Hafnarfj. Slysfarir með minna móti.
2 menn féllu fyrir borð af skipum á
hafi úti, 1 háseti af m/s Fagrakletti
týndist, þ. e. mun hafa fallið út af
bryggju að nóttu; fannst á floti í
höfninni löngu siðar, eða eftir ára-
mót. Bílslys varð á Vífilsstaðavegi.
Beið þar maður bana, og annar höf-
uðkúpubrotnaði, en lifði þó af. Telpa
varð fyrir bíl á Hafnarfjarðarvegi,
fékk höfuðkúpubrot og andaðist á
sjúkrahúsi samdægurs. Vélstjóri á
mótorbát á sildveiðum lenti með
hægra fót á milli vélreimar og sveiflu-
hjóls; brotnuðu báðar pípur, nokkuð
fyrir ofan ökla (opið brot), og hjólið
fletti húðinni af ca. 30 sm langri
ræmu utanvert á lærinu og niður á
kálfa. Sárið og brotið er gróið, en
maðurinn ekki vinnufær enn þá. Auk
þess eru smáskurðir og smærri meiðsli
daglegir viðburðir.
Borgarnes. Þ. G-son á þrítugsaldri
drakk tréspíritus og beið bana af eftir
rúman sólarhring, frá því að hann hóf
drykkjuna. Hafði hann komizt að því,
að kunningi hans, sem bjó á rekajörð,
ætti suðuvínanda, og taldi honum trú
um, að ef þeir eimuðu þenna vökva,
fengju þeir hreinan spiritus. Gerðu
þeir þetta og Iögðu af stað í skemmti-
ferð með metalinn. Félaga hans þótti
drykkurinn vondur, en Þ. drakk nokk-
uð. Um nóttina lágu þeir í hlöðu og
komu hcim um morguninn. Kvartaði
þá Þ. um, að hann væri lasinn, og
var litið á það sem venjulegar afleið-
ingar víndrykkju. En þegar á daginn
leið, elnaði honum sóttin, og dó hann
kl. 7 um kvöldið. Félagi hans var á
slangri um daginn, kvartaði yfir ó-
þægindum í augum, en batnaði næstu
daga.
Ólafsvíkur. Ambustio 2, contusiones
et distorsiones 13, ambustio ex caus-
ticis 1, dislocatio disci interverteb-
rialis 1, erosio corneae chemicalis 1,
corpus alienum in oculis 4, fract. hu-
meri 1, antibrachii utriusque 1, clavi-
culae 1. Vulnera cutis & subcutis 14.
Dauðaslys engin.
Stykkishólms. Alltaf talsvert um slys,
en flest smávægileg. Þessi helzt: Fract.
femoris 2, colli femoris 1, humeri 1,
condyli medialis tibiae 1, cruris 1,
lux. humeri 1. Að auki fjöldi af skurð-
um, mörum, stungum, smábrunum,
hruflum og aðskotahlutum í holdi og
augum, tognanir og undnir liðir.
Búðardals. Engin stórslys á árinu.
Barn, 1 árs, datt niður stiga, og var
fallið mikið. Lá barnið í coma 1
klst., en hresstist og náði sér fullkom-
lega. Infractio acromionis 1, fract.
humeri 1, costae 3, radii 5 (þar af 1
greenstick), ulnae 1, digiti (compli-
cata) 1, ossis metacarpi 1, ruptura
musculi plantaris 2, distorsio 1, am-
bustio 1, vulnera 9.
Reykhóla. Slys fremur fá og flest
smávægileg. Helztu slysin: 44 ára hús-
freyja var að skola þvott úti við læk,
datt á hálku og hlaut fract. cruris
sinistri. Læknir kom eftir 9 klst., og
var þá fóturinn mikið bólginn. Þó
tókst að reponera. Sjúklingurinn sið-
an sendur á Landsspítalann, og þar
var hún 1 mánuð, á meðan brotið var
að byrja að festast. 96 ára kona (syst-
ir Torfa heitins í Ólafsdal) datt inni
í herbergi sínu og hlaut fract. anti-
brachii cqmplicata. Gamla konan vildi
lítið gera úr þessu, og brotið greri vel.
Ungur maður lenti í bilslysi; hlaut
hann stóran skurð á enni og skarst
einnig á úlnlið, og blæddi mikið
(sundur ramus superficialis arteriae
radialis). Önnur slys: Vulnera incisa
et puncta 5, distorsiones 4, con-
tusiones 5, ambustiones 3, infractio
fibulae 1, lux. pollicis 1.
Þingeyrar. Slys fá og ekki stór-
kostleg. Fract. claviculae 3, costarum
5, dentium 2, femoris 1, fibulae 1,
humeri 2, nasi 1, radii 3, tibiae 3.
Combustiones 2, congelatio 1. Corpora