Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 115
113
1951
Vopnafj. 5 tilfelli.
BakkagerÖis. 5 sjúklingar.
Nes. Nokkrir sjúklingar með mjög
háan blóðþrýsting (yfir 220 mm). 3
þeirra óvinnufærir vegna meðfylgj-
andi hjartasjúkdóms.
Búða. Algengur sjúkdómur meðal
roskins fólks.
Eyrarbakka. Algengur kvilli, erfið-
ur viðfangs.
Laugarás. Ekki óalgeng i rosknu
fólki. Fertug kona hefur verið óper-
eruð i Reykjavík með litlum árangri,
að því er ég held.
38. Hypertrophia prostatae.
Stykkishólms. 1 karl fékk slæma
þvagteppu; varð að katheterisera
nokkrum sinnum. Var sendur til
Reykjavíkur og skorinn þar. Fékk
góðan bata.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Flateyrar. 3 tilfelli.
tsafj. 3 tilfelli.
Hvammstanga. 3 rosknir menn, auk
þeirra, sem fyrir voru.
Blönduós. Ovenjulega áberandi síð-
ustu 2 árin. Ég hef nú 2 níræða karla,
sem alltaf verða að ganga með þvag-
legg, auk þeirra, sem fengið hafa
skurðaðgerð.
Hafnar. 1 tilfelli, 85 ára karl.
39. Hypotonia arteriarum.
ísafj. Verður vart öðru hverju i
fólki á bezta aldri. Veldur þetta sleni,
viljaleysi og deyfð, oft langtímum
saman.
40. Idiosyncrasia.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Flateyrar. 5 tilfelli. Roskinn karl-
maður, sem unnið hefur við vélgæzlu
í mörg ár, fékk ofnæmi fyrir ammon-
íaki. Fór til sérfræðinga, en árangur
enginn af læknismeðferð. Er nú al-
bata og stundar vinnu sína. Tel ég
kolbogaljós hafa læknað hann.
Isafj. Ofnæmis verður oft vart og
af ólíklegustu ástæðum og gerðum.
Ofnæmi við súlfalyfjum er nokkuð al-
gengt, og 3 sjúklingar fengu svæsin
útbrot, oedema og kláða af pensilin-
gjöf. Varð einn þessara sjúklinga að
fá antihistaminica og stimulantia í
stórum skömmtum.
Ögur. Maður um sjötugt fékk skyndi-
lega svæsin útþot um allan líkamann
með gífurlegum kláða og lopa í and-
liti. Varð að leggjast i rúmið og leið
illa. Fékk antihistaminica og fór þá
dagbatnandi. Komst aftur á fætur eftir
hálfan mánuð. Vanfær kona, 34 ára,
fékk skyndilega útþot á báða fram-
handleggi með miklum kláða og sviða.
Fékk pyribenzamíntöflur, og hurfu þá
útþotin nærri strax, en komu jafn-
skjótt aftur, er hún hætti inntökunum.
Var þá gefið pyribenzamín á ný, og
fór allt á sömu leið. Konan var komin
langt á leið, og er hún hafði fætt
barnið, hurfu útþotin með öllu.
Blönduós. Allergia ýmiss konar er
talsvert algeng, en litlu er við það að
bæta, sem sagt hefur verið um hana
á fyrri árum.
Seyðisfj. 50 ára kona, nýflutt í bæ-
inn, félck nokkuð skyndilega mikil út-
þot með kláða og bjúgbólgu í andliti,
hálsi og efri útlimum. Um ofnæmi
viríist vera að ræða. Við heftiplásturs-
próf, sem ég gerði, sýndi sig, að pri-
múla var orsökin. Konan fjarlægði
blómið og hurfu þá samtímis öll ó-
þægindi.
Laugarás. Alls konar allergia virðist
færast í vöxt, einkum eczema.
41. Ileus.
Blönduós. Ileus sá ég kallaðan
g'arnakreppu í einhverri gamalli bók,
og tel ég það betra nafn en garna-
flækju, a. m. k. þegar ekki er um
volvulus að ræða. Þessi sjúkdómur
hefur borið mér miklu oftar fyrir
augu hér en í Vestmannaeyjum, en
liann varð nú konu einni að bana,
rúmlega fimmtugri. Hún var með gam-
alt naflakviðslit, slapkvið og mjög
mikla ístru, talsvert aðframkomin og
með sauruppköst, þegar á spitalann
kom. Aðgerðin var erfið og tafsöm
vegna fitu konunnar og haulpokinn
kvíslaður í mörg hólf. Eitt þeirra, sem
lafði niður í ístruna, var með þröngu
opi, og var garnalykkja sú, sem þar
var, bæði snúin og klemmd. Það tókst
að losa allar garnalykkjurnar, sem
voru útbyrðis við aponeurosuna í
þessum mismunandi hólfum, koma
þeim inn og loka aponeurosunni, en
15