Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 141
— 139 —
1951
komu að, og ætlaði til næsta bæjar
einn síns iiðs. Þetta var í Selárdal.
Þegar að bænum kom, hugðist hann
stytta sér leið með því að fara yfir
túngirðingu, sem lá að mestu niðri.
En þegar hann var að fara yfir girð-
inguna, fældist hesturinn, maðurinn
féll af baki og lærbrotnaði — osteo-
psatyrosis. Hann lá þarna skammt frá
Selá, og heyrðust köll hans þvi ekki
heim að bænum. Þegar hann fannst
þarna næsta dag, hafði hann legið
þarna í 13 klukkustundir. Hann var
mjög hlýlega klæddur og veður blítt,
suðvestanvindur. Sakaði hann því
ekki. Yeglaust er þarna og yfir stórá
að fara. Báru nokkrir menn hann á
börum yfir Selá, sem er stórgrýtt og
straumhörð og tók burðarmönnum
rúmlega í klof. Síðan settum við liann
á kerru, og dró dráttarvél kerruna yfir
breiðan háls og ofan í sveit á þjóð-
veginn. Sjúkraflugvél flutti hann sið-
an á Landsspítalann. 8 ára drengur
lenti með hönd í steypu-hrærivél.
Flettist skinn og spiklag af framhand-
legg — ca. 5 sm ofan ulnliðs — og
lófa alit fram að fingurrótum og
greipum. Húðflipinn var hreinsaður
og saumaður. Greri sæmilega, án fötl-
unar. Hestur sló dreng í andlit. Hlaut
hann nokkrar skrámur og nefbrotn-
aði. 7 manneskjur brenndust smá-
vægilega.
Bakkagerðis. Smáslys eingöngu.
Seyðisfí. Engin alvarleg slys innan-
héraðs, en eitt sjálfsmorð.
Nes. Skýrslur um slysfarir vantar
fyrstu 8 mánuði ársins. Kunnugt um
2 dauðaslys á mönnum, búsettum í
héraðinu. Annar var einn af farþeg-
um flugvélarinnar Glitfaxa, sem fórst
yfir Faxaflóa 31. janúar. Hinn dó af
afleiðingum brunasára, er kviknaði í
lifrarbræðslu togarans Goðaness út af
Patreksfirði. Var hann fluttur þar til
lands og andaðist i sjúkrahúsi Pat-
reksfiarðar. 8 ára drengur fékk salt-
sýru í augu, en slapp með sár á augn-
hvörmum. Annar drengur, 2 ára,
skarst (á rúðugleri) á úlnlið og sund-
ur allar flexorasinar og æðar, allt að
beini. Var sárið saumað saman i svæf-
ingu og greri per priman. Varð jafn-
góður. 3 ára stúlka tróð hrjúfri gler-
perlu inn í lilust. Blæddi nokkuð úr.
P.eyndi að ná perlunni í svæfingu, en
tókst eklíi. Var þá send samstundis til
Seyðisfjarðar (á aðfangadagskvöld),
og reyndi læknir þar einnig að ná
perlunni i svæfingu, en tókst ekki
heldur. Var þá gefið pensilin, þar til
ferð fékkst til Reykjavíkur. Tókst loks
með talsverðum erfiðleikum að ná
henni á Landsspítalanum, og mátti
vart tæpara standa, að sögn lælcna
þar. Önnur slys: Fract. metacarpi 1,
cruris 1, fibulae 1, Collesi 1, claviculae
1. Corpora aliena oculi 16, nasi 2,
subcutis 6. Distorsiones 12. Combus-
tiones 3. Intoxicationes 2 (börn
drukku steinolíu og blettavatn, hið
síðara i coma i 4 klst.). Vulnera in-
cisa 29, contusa 14, puncta 6. Con-
tuisones 11.
Búða. Mikill fjöldi minna háttar
slysa, krókstungur (5 sinnum teknir
önglar úr höndum, eitt sinn úr læri),
mörg skurðsár og smábrunar. Meira
háttar slys: Fract. comminuta & com-
plicata cruris dextri. Gamall maður
vann að kolauppskipun ásamt öðrum
í fullri lest. Er fyrstu kolaskúffunni
var lyft, stefndi hún á 4 verkamenn,
er stóðu við lestarkarminn. 3 þeirra
brugðu við og stukku yfir karminn út
á þilfar, en gamli maðurinn varð of
seinn í svifum, og varð hægri fótlegg-
ur hans á milli lestarkarmsins og
skúffunnar, og moluðust bæði leggjar-
beinin ofanvert við öklann. Lux. hu-
meri: roskin kona rann til á eldhús-
gólfi og féll á hægri öxl. Fract. Col-
lesi: ungur drengur féll á hálku, bar
fyrir sig hægri hönd.
Djúpavogs. Slys urðu fá og smá á
árinu, smáskeinur og krókstungur,
korn í augum og þess háttar. Fract.
claviculae 1. Commotio cerebri 2. Vul-
nera et fract. cranii 1. Var það mesta
slysið og furðulegt, að ekki varð
dauðaslys. Sá, er fyrir slysinu varð,
var sjómaður, formaður á báti hér á
Djúpavogi. Var á fuglaveiðum með
félaga sínum úti á Hamarsfirði. Fór
bakstykkið úr byssunni og í ennið á
honum hægra megin. Komust menn-
irnir í land, og gekk slasaði maður-
inn 2 km leið til læknis. Við athugun
á sárinu reyndist hauskúpan mölbrot-