Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 225
— 223 —
1951
Loks liggur fyrir læknisvottorð frá ..., yfirlækni í Kristnesi,
dags. 29. október 1951. Það er svo hljóðandi:
„H. G-son f. 15. nóv. 1907, þá til heimilis á ... í Skagafirði, kom
hingað í hælið 18. nóv. 1927. Hafði þá verið heilsulinur í hálft
þriðja ár.
Við komuna hafði hann hitaslæðing, nokkrar berklabreytingar
ofan til í hægra lunga með nokkrum slímhljóðum og berklabólgur
í og utan við lungnaeitla sama megin.
Komst á fætur eftir hálfan mánuð, en hafði lengi hreyfihita eftir
það. Gekk lengi í Ijósböð og siðar sólböð og tók rnjög góðum fram-
förum síðara hluta vetrar og um vorið. í hráka hans fundust aldrei
berklasýklar, enda hvarf uppgangur síðast með öllu.
Hann brautskráðist af hælinu 24. júlí 1928.“
Málið er lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er álits læknaráðs um eftirtalin atriði:
1. Hvort ætla megi, að stefnandi hafi hlotið örorku, sem sé senni-
leg afleiðing af slysi þvi, er hann varð fyrir á Siglufirði 20.
júní 1946.
2. Verði svo talið, hver sé þá örorka stefnanda, þar með talin
framtíðarörorka hans.
Tillaga réttarmáladeildar um
Álgktun læknaráðs:
Ad. 1. Af skjölum málsins er sýnt, að stefnandi hefur hlotið all-
mikil meiðsli við slysið 20. júní 1946. Hins vegar þykir ekki sannað,
að óþægindi hans síðan eigi að öllu leyti rót sina að rekja til slyssins.
Ad. 2. Varanleg örorka af slysinu þykir hæfilega metin 20%.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 21. febrúar
1953, staðfest af forseta og ritara 7. rnarz s. á., sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 29. niai 1953 var stefndi dæindur
til aö greiða stefnanda ltr. 58 660.67 með 6% ársvöxtum frá 15. júni 1950 til greiðslu-
dags og kr. 5 500.00 i málskostnað. Stefnandi var sjálfur talinn eiga sök á slysinu
að % hluta.
5/1953.
Sakadómarinn í Reykjavik hefur með bréfi, dags. 14. apríl 1953,
leitað umsagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: A. E. gegn G. P.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 13. september 1952 fæddi A. E„ . .., Reykjavík, f. 20. október
1932, lifandi, fullburða sveinbarn, og samkvæmt vottorði ..., ljós-
móður, dags. 22. september 1952, var fæðingarþyngd barnsins 3250
g og lengd 49 sm.