Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 239
— 237
1951
Málið er að þessu sinni lagt fgrir læknaráð á þá leið,
að óskað er skýringa á því, hvernig skilja beri liðinn Ad 5 í ályktun
ráðsins frá 19. ágúst s. 1. („Læknaráð telur ... Rh-kerfisins“)
Samkvæmt ósk réttarmáladeildar læknaráðs var málið tekið til með-
ferðar af ráðinu í heild og afgreitt á fundi þess hinn 1. október 1953
með svo hljóðandi
Ályktnn:
Eins og fram kemur i svari læknaráðs (Ad 2), lítur ráðið svo á,
að möguleiki sé á í einstökum fágætum tilfellum, að Rh-þáttur, einkum
E, geti dulizt svo, að ekki takist með núverandi aðferðum að sýna fram
á tilvist hans. Meðan svo er, leiðir þar af, að „útilokun“ samkvæmt
einstökum Rh-þætti, einkum E, getur ekki talizt einhlítt sönnunar-
gagn gegn faðerni barns.
Eigi að síður telur ráðið, að með blóðflokkagreiningu samkvæmt
Rh-kerfinu megi yfirleitt afla mikilsverðra gagna til að styðjast við,
er úrskurðir eru felldir í barnsfaðernismálum.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavikur 29. desember 1953 var sóknaraðila
dæmdur fyllingareiður. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Málsúrslit þar eru enn
óorðin.
10/19153.
Borgardómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 2. nóvember
1953, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur
27. október s. á., leitað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu: J.
S-son gegn borgarstjóranum í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 4. september 1951, um kl. 21.35, var J. S-son, ..., f. 16. júní
1903, á gangi eftir Vifilsstaðavegi í áttina að Hafnarfjarðarvegi ásamt
J. J-syni, Reykjavík, er bifreiðinni R-. .. var ekið á eftir þeim, unz
þeir urðu fyrir bifreiðinni. J. (J-son) lézt síðar um kvöldið, og J. (S-son)
hlaut nteiðsli. Slösuðu lágu á veginum óhreyfðir, unz sjúkrabifreið
frá Hafnarfirði kont á vettvang. Er að var kontið, lá slasaði ,1. (S-son)
í hnipri með höfuðið við vegarbrúnina að sunnanverðu. Áður en hreyft
var við honum, var hann spurður, hvort hann væri mikið meiddur,
en hann kvaðst aðeins vera ölvaður. Var hann þá studdur inn í bif-
reiðina og honum ekið til . .., starfandi læknis í Hafnarfirði, er lagði
svo fyrir, að slasaði yrði fluttur beint í St. Jósefsspítala. Slasaði var
að sögn lögregluþjóns þess, er skýrslu gaf um slysið, talsvert órór
vegna ölvunar og var fluttur í fangahús Hafnarfjarðar, eftir að fyrr
nefndur læknir hafði gert að meiðslum hans. Daginn eftir slysið,
þ. e. 5. september, á tímabilinu frá kl. 17.15 til 17.40, var slasaði yfir-
heyrður i sakadómi Gullbringu- og Kjósarsýslu. Slasaði kvaðst þar
ekkcrt muna um aðdraganda slyssins og ekkert muna eftir sér, frá