Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 189
— 187 —
1951
vera dauður, áður en nóttin væri
liðin. Um klukkutíma seinna
hneig pilturinn allt i einu niður
og var meðvitundarlaus. Var farið
með hann i sjúkrahús, en þrátt
fyrir magaskolun og amfetamín i
stórum skömmtum, rétti hann
ekki við og dó eftir tvo sólar-
hringa. Við krufningu fannst
sterk lykt af trichlorethylen af
innihaldi í maga og görnum. 1
lungnapípum fannst galllituð
leðja, sams konar og i maga, svo
að pilturinn hefur kastað upp og
spýjan farið ofan í lungu. Hefur
blcttavatnið framkallað þar bron-
chitis og byrjandi lungnabólgu.
Enn fremur hefur það valdið
drepi í lifur, og hefur þetta hvort
tveggja leitt tiltölulega skjótt til
bana. Ályktun: Banameinið hefur
því verið eitrun af blettavatni
(trichlorethylen).
30. 4. ágúst. S. P-dóttir, 39 ára. Grun-
uð um að hafa framkvæmt fóstur-
lát á sjálfri sér og dáið af afleið-
ingum þess. Legið var tæmt í
sjúkrahúsi, eftir að konan var
orðin veik. Við krufningu fannst
sprunginn botnlangi, og hafði
gröftur ollið út úr honum. Álykt-
un: Af þessu hefur hlotizt garna-
lömun (ileus paralyticus), sem
er vottur um lífhimnubólgu, og
hefur hún leitt stúlkuna til bana.
Engin merki fundust um það, að
nokkur bólga hefði komið i legið,
né að þar hefði farið fram nokk-
ur ólögmæt aðgerð, en sýnilegt
var, að innihald legsins hafði ver-
ið tæmt og að konan hafði verið
þunguð, sennilega á 3. mánuði.
31. 16. ágúst. S. H-son, 13 ára, sem
hafði verið hjartabilaður síðan
um 7 ára aldur. Fannst látinn í
baðherbergi heima hjá sér, án
þess að borið hefði á nokkrum
sérstökum lasleika. Við krufningu
fannst mjög stækkað hjarta (458
g). Opið á meginæðinni út frá
hjarta var óeðlilega þröngt og
fyrsti hluti hennar (aorta ascen-
dens) óeðlilega stuttur og þröng-
ur. Ályktun: Þetta hefur valdið
miklum erfiðleikum fyrir starf-
semi hjartans. Dauðaorsökin virð-
ist hafa verið blóðstorka, sem setzt
hafði i vinstri kransæð hjartans.
32. 21. ágúst. S. Þ-son, 51 árs. Fannst
liengdur i ibúð sinni. Hafði verið
þunglyndur og átt erfitt um svefn.
Ályktun: Af upplýsingum lögregl-
unnar, svo og þvi, sem fannst við
likskoðun og krufningu, virðist
ljóst, að maðurinn hafi framið
sjálfsmorð með því að hengja sig.
33. 22. ágúst. M. E. G-son, 30 ára, sem
var að hvila sig eftir hádegisverð
við laxveiði, er hann sá mink i
ánni og fór að eltast við hann.
Óð yfir ána, og er hann hafði elt
minkinn dálitla stund, hné hann
niður og var örendur. Við krufn-
ingu fannst hjartað mjög stækkað
(590 g) og hörð (sclerotisk) nýru.
Ályktun: Sýnilegt af hjartanu, að
maðurinn hefur haft mjög hækk-
aðan blóðþrýsting og hjartað
þurft að yfirvinna mikla mót-
stöðu. Slíkt hjarta getur litlu á
sig bætt, og liefur áreynslan við
að vaða yfir ána og hlaupa nægt
til þess, að hjartað hefur gefizt
upp. Þá hefur það aukið veru-
lega á erfiði hjartans, að maður-
inn var með mjög mikið lungna-
kvef, sem eykur á erfiði hægra
hjarta að dæla í gegnum lungun.
34. 30. ágúst. Óskírt meybarn 2 mán-
aða. Hafði verið litið eitt kvefað
og óvært undanfarnar nætur, en
ekki talið neitt alvarlegt. Síðustu
nóttina, sem barnið lifði, var það
sérstaklega óvært og dó um morg-
uninn. Ályktun: Við krufningu
fundust merki um allmikla bein-
kröm, einkum á brjóstkassa barns-
ins. Enn fremur fannst lungna-
kvef með mikilli slímmyndun í
berkjum. Þar sem beinkramarsjúk
börn þola sérstaklega illa að fá
berkjubólgu, er full ástæða til
þess að álykta, að hún hafi orðið
banamein barnsins.
35. 6. september. J. J-son, 54 ára.
Fórst af slysförum með þeim
hætti, að bifreið ók aftan á hann.
Við krufningu fundust hrufl í
andliti og á höndum og möl i
fleiðrunum. 9. hryggjarliður var