Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 156
1951
— 154 —
Sjúkrasamlög.
Me<5 ákvæði í 21. gr. laga nr. 122
28. desember 1950, um breyting á lög-
um nr. 50/1946, um almannatrygging-
ar og viðauka við þau, var svo fyrir
mælt, að þar sem sjúkrasamlög væru
ekki enn starfandi, skyldu þau stofn-
uð eigi siðar en svo, að samlagsmenn
nytu réttinda frá 1. október 1951, enda
þótt samlagsstofnun hefði eigi verið
ákveðin með atkvæðagreiðslu sam-
kvæmt 29. gr. 1. nr. 104 1943. Frá þess-
um degi ná því sjúkrasamlög til allra
landsmanna. Samkvæmt upplýsingum
Tryggingastofnunar rikisins voru i
árslok 225 samlög i landinu með sam-
tals 89434 skráðum samlagsmönnum, í
kaupstöðum 54111 (þar af í Reykja-
vik 34909), en utan kaupstaða 35323.
Nær undantekningarlaust er hvert
sveitarfélag sér um samlag, og eru i
fámennasta samlaginu, Sjúkrasamlagi
Fjallahrepps, einungis 25 skráðir sam-
lagsmenn. Aðeins eitt læknishérað,
sem i eru fleiri en eitt sveitarfélag,
hefur skipað sér í eitt samlag. Það er
Bíldudalshérað (2 hreppar) með 202
skráðum samlagsmönnum. Fjölmenn-
asta sjúkrasamlag utan kaupstaða er
Sjúkrasamlag Kópavogshrepps með
665 skráðum samlagsmönnum, en fjöl-
mennasta samlag í sveit, jiar sem er
ekkert kauptún eða þorp, er Sjúkra-
samlag Hrunamannahrepps með 284
skráðum samlagsmönnum. Skráðir
sjálfstæðir samlagsmenn eru aðeins
fullorðið fólk (þ. e. 16 ára og eldra),
en yngra fólk er tryggt með foreldr-
um sínum eða fósturforeldrum. Allar
tölur eru hér meðalmeðlimatölur sam-
kvæmt greiddum iðgjöldum.
Um önnur hjúkrunar- eða liknarfé-
lög hafa ekki borizt sérstakar skýrsl-
ur. í umsögnum héraðslækna hér á
eftir er minnzt Hjúkrunarfélags Ólafs-
vxkur og Rauðakrossdeilda i Neskaup-
stað og Vestmannaeyjum, auk krabba-
meinsvarnarfélags á hinum síðar
nefnda stað.
Rvík. Framkvæmdum við hina nýju
byggingu heilsuverndarstöðvarinnar
miðaði nokkuð.
Akranes. Hjúkrun er í sama horfi
og áður.
Ólafsvíkur. Sjúkrasamlög störfuðu i
öllum hreppum í árslok. Starfsemi
Hjúkrunarfélags Ólafsvikur nú orðið
helzt bundin við starfrækslu röntgen-
tækis, sem þó vegna húsnæðisskorts
hefur ekki komið enn að notum nema
til gegnlýsinga.
Stykkishólms. Sjúkrasamlög hin
sömu og áður. Hagur þeirra góður.
Búðardals. Eins og annars staðar á
landinu tóku sjúkrasamlög til starfa i
öllum þeim hreppum, þar sem sjúkra-
samlög höfðu ekki starfað áður.
Reykhóla. Sjúkrasamlög eru nú í öll-
um hreppum héraðsins, i 2 þeirra þó
aðeins frá 1. október s. 1., þ. e. frá
þeim tíma, sem lögleitt var.
Flateyrar. Sjúkrasamlög störfuðu í
öllum hreppum á sama hátt og verið
hefur. Ljósböð á vegum Maríusjóðs
sem áður.
ísafj. Sjúkrasamlög 2 og starfa með
sama hætti og áður. Vegna breytinga
á þátttöku samlaganna í greiðslu lyfja
varð afkoman betri en áður, og varð
nú hagnaður á rekstri þeirra. Ung-
barnaefth-litið, sem fram fór á vegum
samlagsins, lagðist niður á árinu.
Heilsuverndarstöð er engin i hérað-
inu.1) Hefur þó af og til verið rætt
um að koma slíkri stofnun formlega
á laggirnar, allt frá gildistöku laga um
þetta frá 1944, en stöðugt strandað á
smámunum og sinnuleysi um staðfest-
ingu reglugerðar og formlegri tilnefn-
ingu stjórnar. Virðist það undarlegt
að lögbjóða bæjarfélögum að starf-
rækja slikar stofnanir, fela þeim verk-
efni án þess að fá þeim formlega
stjórn og starfsreglur.2) Héðan er því
ekkert að frétta um ungbarnaeftirlit,
eftirlit með barnshafandi konum, eða
annað, sem slikri stofnun er ætlað að
1) Er ekki berklavarnarstöðin heilsuvernd-
arstöð?
2) Með lögum er ekki eingöngu fyrirskipað
að reka skuli á ísafirði heilsuverndarstöð,
heldur, að bæjarstjórnin skuli setja henni
starfsreglur, er ráðherra staðfesti. Á slíkri
staðfestingu hefur ekki staðið, heldur hinu,
að bæjarstjórnin gerði sína skyldu að semja
reglugerðina. Hvernig væri, að hlutaðeigandi
héraðslæknir tæki sig fram um að semja
reglugerðina fyrir bæjarstjórnina og ynni síð-
an að því að fá hana samþykkta og staðfesta?