Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 226
1951
— 224 —
í málinu liggur fyrir læknisvottorð frá Jóni Sigurðssyni, borgar-
lækni í Reykjavík, dags. 9. febrúar 1953, svo hljóðandi:
„í tilefni af barnsfaðernismálinu A. E. gegn G. P., hafið þér, herra
sakadómari, með bréfi dags. 5. febrúar s. 1, óskað álits míns á því,
hvenær barn það, fætt 13. sept. 1952, sem mál þetta er risið af, geti verið
komið undir.
Venjulegur meðgöngutími fullburða barns er um 270 dagar, en
getur verið misjafnlega langur, frá 240 til 320 dagar.
Ljósmóðirin hefur með vottorði, dags. 22. sept. 1952, vottað, að
barn það, er hér greinir, hafi verið fullburða við fæðingu. Mestar
líkur eru því til, að barnið sé getið um 18. des. 1951, en möguleikar
eru þó á, að það hafi komið undir einhverntíma á tímabilinu 29.
okt. ’51—17. jan. 1952.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar ráðsins um það, hvort hugsanlegt sé, að barn
kæranda, fætt 13. september 1952, sé komið undir hinn 6. nóvember
1951 eða fyrir þann tíma.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Þar sem barnið er ekki nema 49 sm langt og 3250 g á þyngd, en
móðirin ekki fullra 20 ára gömul, er barnið rétt á mörkum þess að
geta talizt fullburða. Frá 6. nóvember 1951 til 13. september 1952 eru
312 dagar. Afar litlar líkur eru til þess, að konan fæði ekki þrosk-
aðra barn en þetta eftir svo langan meðgöngutíma sem hér um ræðir,
og verður því að teljast mjög ósennilegt, að barnið sé getið hinn 6.
nóvember 1951 eða fyrir þann tíma.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarináladeildar, dags. 30. apríl
1953, staðfest af forseta og ritara 6. júní s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dónii bœjarþings Reykjavíkur 21. júní 1953 var G. P. dæmdur
faðir að barni A. E., en hann hafði játað samfarir við A. E. eftir 6. nóvember 1951.
Maður að nafni F. B. hafði játað samfarir við A. E. i síðasta lagi 6. nóv. 1951, og
var hann sýknaður.
6/1953.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 20. febrúar 1953,
samkvæmt úrskurði, kveðnum upp í sakadómi Reykjavíkur 17. s. m.,
leitað umsagnar læknaráðs varðandi meint auðgunarbrot E. A. ...,
Reykjavik, sbr. og bréf sakadómara, dags. 5. marz 1953, varðandi frek-
ari rannsókn málsins.
Málsatvik eru þessi:
Kærð í máli þessu, E. A. ..., Reykjavík, f. 13. júni 1916, missti mann
sinn, sem var . .. fræðingur, árið 1948. Hafði hún eignazt með hon-
um 3 sonu, sem nú eru á aldrinum 7—15 ára.
Fimm mánuðum áður en maður hennar andaðist, höfðu þau flutzt