Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 152
1951
150
Ögur. Skömmu fyrir áramót voru
fest kaup á íbúSarhúsi fyrir lækninn
i Súðavík. Er það allstórt tveggja
hæða steinhús með 5 herbergja ibúð
á efri hæðinni, en í kjallaranum er
áætlað að innrétta lækningastofu og
apótek. Húsið er 19 ára gamalt, en
traust og vel byggt, og mætti gera þar
skemmtilega íbúð fyrir lækninn.
Eæknisbústaðurinn í Ögri stendur
auður og undir skemmdum.
Hólmavíkur. í marzmánuði komu
hin langþráðu röntgentæki i sjúkra-
skýlið. Eru þau af Siemensgerð,
minnstu tegund, en reynast hið bezta,
bæði við skyggningu og myndatöku
af beinum. Sjúkraliúsið rekið á sama
hátt og byrjað var á árið áður. Er
mikill áhugi á að halda rekstri þess
áfram, þótt miklir erfiðleikar séu á,
vegna fjárhagserfiðleika stærstu hrepp-
anna. Sjúkrahúsinu bættist vandaður
sótthreinsunarofn (gufusævir) á ár-
inu. Nýskipuð ljósmóðir jafnframt
ráðin til að vera forstöðu- og hjúkr-
unarkona sjúkrahússins. Sjúkrasamlög
tóku nú til starfa samkvæmt lögum í
þeim þremur hreppum, þar sem engin
voru fyrir.
Hvammstanga. Sjúkraskýli starf-
rækt með sama hætti og áður. Sýslu-
sjóður lagði fram kr. 45000,00 til
starfsins, og taka varð kr. 8000,00
rekstrarlán. Nokkrar lagfæringar og
endurbætur enn gerðar á læknisbú-
staðnum, þar til hann áleizt kominn
í svo gott lag, sem unnt er, eftir at-
vikum. Siðan var íbúðin, samkvæmt
ákvörðun sýslufundar, afhent læknin-
um með samningi, dag. 25. nóvember,
leigulaust, enda annist læknir allt við-
hald framvegis, og úttekt fari fram
við læknaskipti.
Blönduós. Sjúkrahúsið rekið með
sama hætti og undanfarin ár, og engin
breyting var gerð á starfsmannahaldi
þess. Það óhapp vildi til seint á ár-
inu, að röntgenlampinn, sem keyptur
var fyrsta sumarið mitt hér, bilaði
loksins, og mun því verða að kaupa
ný tæki. Sökum hækkandi verðlags
og versnandi afkomu varð að hækka
daggjöld sjúkrahússins nokkuð. Grafið
var fyrir grunninum að nýja héraðs-
spítalanum á Blönduósi, svo að hægt
yrði að hefja bygginguna án tafar, ef
fjárfestingarleyfi fæst nú í vetur.
Sauðárkróks. Eins og venjulega voru
gerðar allmargar aðgerðir á sjúkra-
húsinu ambúlant, bæði í svæfingu og
án. Ekkert er enn vitað, hvenær hægt
er að að byrja á byggingu nýs sjúkra-
húss. Fjárveiting fæst ekki til þess
enn þá frá þinginu. Bær og sýsla
leggja árlega til hliðar smáupphæð i
byggingarsjóð. Margir nutu Ijóslækn-
inga á árinu aðrir en sjúkrahússsjúk-
lingar. Auk röntgenrannsókna á sjúk-
lingum sjúkrahússins og nokkurra,
sem koma reglulega til eftirlits voru
skyggndir um 40 sjúklingar og rönt-
genmyndaðir um 30. Loftbrjóstað-
gerðir + gegnlýsingar gerði ég 35
sinnum á 3 sjúklingum.
Ólafsfj. Sjúkraskýlið ekki starfrækt.
Skrifstofur bæjarins eru í húsnæðinu.
Röntgentækið talsvert mikið notað.
Ljósböð fengu 66 börn.
Akureyrar. Aðsókn að Sjúkrahúsi
Akureyrar var svo mikil allt árið, að
ýmsir urðu frá að hverfa, sem þurf-
andi voru fyrir sjúkrahúsvist. Stöðugt
er haldið áfram að vinna við hið
nýja sjúkrahús, en miðar þó mjög
hægt, og enginn getur enn sagt um,
hvenær það verður tilbúið til að taka
til starfa.
Grenivíkur. Enginn sjúklingur lá á
sjúkrahúsinu þetta ár, enda enga
hjúkrun að fá.
Þórshafnar. Sjúkraskýlið rekið sem
fyrr.
Bakkagerðis. Nýr læknisbústaður
var tekinn i notkun á árinu. Er fyrir-
hugað, að þar verði, auk ibúðar
læknis, 1 sjúkrastofa.
Seyðisfí. Rekstrarhalli fer sivax-
andi. I ágúst kom hingað byggingar-
meistari frá Reykjavík til að athuga
og gera tillögur um endurbætur á
hinu gamla sjúkrahúsi, en þær eru
óhjákvæmilegar. ByggingarfuRtrúinn
gerði einnig teikningu og kostnaðar-
áætlun viðbyggingar, sem ætluð er
gömlu fólki.
Nes. Smíði sjúkrahússins miðaði
nokkuð á árinu og komst nú undir
þak að mestu. Er áhugi almennings
mikiR fyrir því, að því verði lokið
sem fyrst og rekstur þess geti hafizt.