Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 133
- 131 —
1951
vika: Multipara 37 ára átti í allstrangri
fæðingu, enda með þrönga grind; gekk
þó fæðingin áfallalaust, en fylgja var
föst og var sótt með hendi. Iíonunni
heilsaðist vel, og fékk hún ekki hita.
27 ára multipara átti i fæðingu í 5
sólarhringa, en sótt var léleg og féll
niður öðru hverju. Var komið fram
yfir tíma. Þegar fór að bera á þreytu-
merkjum, fékk konan kínin og þvi
næst pitúitrín, og gekk þá fæðingin.
Konan fékk ekki hita og komst á fæt-
ur á eðlilegum tima, en var lengi
slöpp. Metergín virðist mér flýta fyrir
fylgjulosi og minnka blæðingu. Ljós-
mæður geta eins fósturláts.
Ögur. Alltítt er nú orðið, að konur
í Inn-Djúpinu fari til ísafjarðar, áður
en þær verða léttari, og fæði börn
sin þar, þar sem svo langt er að ná
til læknis, ef eitthvað ber út af.
Hólmavíkur. Fæðingar gengu yfir-
leitt vel. Einni konu blæddi nokkuð
eftir fylgju, og var læknis leitað af þvi
tilefni. Önnur fjölbyrja fékk nokkra
blæðingu fyrir fæðingu, en farnaðist
vel að öðru leyti. Þrjú fósturlát er
mér kunnugt um hjá fjölbyrjum.
Þurftu þau engra aðgerða við. Getn-
aðarvarnir fara sífellt í vöxt, og er
læknis óspart leitað nú orðið af því
tilefni. Má vera, að versnandi efna-
hagur fólks ráði þar nokkru um.
Hvammstanga. 12 konur fæddu á
sjúkraskýlinu. 2 konur fengu dálitla
eftirbtæðingu. Einu sinni framfall á
fæti og framdráttur (á skýlinu). Fæð-
ingar að öðru leyti tíðindalausar. Kon-
unum heilsaðist öllum vel; öll börnin
lifðu og hafa dafnað vel síðan. 2 kon-
ur misstu fóstur, og var ekkert grun-
samlegt við það. Ég hvatti þungaðar
konur til að láta skoða sig a. m. k.
einu sinni, lielzt oftar, um ineðgöngu-
tímann, einnig að láta Ijósmæðurnar
fylgjast með sér. Flestar þeirra gerðu
það, eða 30 af 39, sem börn ólu. Ljós-
mæður geta ekki um fósturlát, en til
mín var tvisvar leitað af þeim sökum.
Var önnur konan úr Bæjarhreppi, hin
úr Staðarhreppi. Á þeirri konu þurfti
að gera evacuatio uteri, og lá hún á
skýlinu.
Blönduós. Barn fæddist 7 vikum
fyrir tíma af konu, sem hafði haft
abortus habitualis, en hafði nú fengið
alls konar meðferð til undirbúnings.
Alloft þurfti að herða á sótt og í 1
skipti að taka barn með hárri töng,
við framhöfuðstöðu og eftir mjög
langa og' erfiða sótt. Tvisvar kom fyr-
ir mjög mögnuð blæðing, í bæði
skiptin eftir að fylgja hafði verið sótt
inn í legið með hendinni, og var
dextran gefið inn i æð i bæði skiptin,
500 ccm. Fósturlát 6 á árinu, og er 3
þeirra getið af ljósmæðrum. Hjá 1
þeirra kvenna var um síendurtekin
fósturlát að ræða, og á 2 þurfti að
skafa legið vegna mikilla blæðinga.
Enginn grunur leikur hér á um glæp-
samleg fósturlát, en getnaðarvarnir
alls konar eru talsvert viðhafðar.
Sauðdrkróks. Gerð var 1 sectio cae-
sarea. Var konan 34 ára, hafði fætt
einu sinni áður, fyrir tæpum 3 árum,
og gekk þá sæmilega vel. Hún hafði
ekki leitað læknis um meðgöngutím-
ann og mun litið hafa hreyft sig, enda
með afbrigðum feit. Hafði verið lasin
síðara hluta meðgöngutimans. Hríðar
byrjuðu snemma morguns, og fór leg-
vatnið stuttu síðar. Hún fær um há-
degið kínín 0,20x4 og siðar um dag-
inn pitúitrin. Fær sæmilegar hríðar,
en fæðingu miðaði ekkert. Fær um
kvöldið morfíninjectio og hvíldist
nokkuð á eftir. Næsta morgun snemma
fær hún aftur kínín og síðar pitúitrín,
hefur talsverðar hriðar, en fæðingu
virðist ekkert miða. Undir hádegi er
hún flutt á sjúkrahúsið. Þar sem um
allmikla disproportio virðist vera að
ræða, en hætta á smitun, er ráðist í
að gera sectio caesarea. Gekk það vel;
barnið liflítið, en lifnaði brátt við.
\ar það 24 marka sveinbarn. Konan
hafði nokkurn hita á eftir, en náði
sér brátt. 1 barn vantaði við fæðingu
báða handleggi alveg, en virtist að
öðru leyti hraust og heilbrigt. Með
mesta móti af konum fæddu á sjúkra-
húsinu í ár, eða nokkru meira en
lielmingur allra fæðandi kvenna i hér-
aðinu. 4 konur misstu fóstur á árinu,
svo að mér sé kunnugt um. Hjá einni
var fóstrið á 7. mánuði. Var það
macererað og' eitthvað vanskapað. Á
þessu ári hafa fleiri konur leitað ráða
um takmörkun liarneigna en oft áður.