Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 241
— 239 —
1951
vottorði ... (fyrr nefnds starfandi) læknis (í Hafnarfirði), dags. 17.
nóv. 1951: (Sjá hér að framan).
Áður en slasaði fór af sjúkrahúsinu, athugaði . .., eyrnalæknir,
heyrn slasaða, sbr. vottorð hans, dags. 24. okt. 1951. Þar segir hann
um slasaða: (Sjá hér að framan).
Slasaði fór vestur heim til sín, strax er hann var útskrifaður úr
sjúkrahúsinu. Ekki segist hann hafa unnið nokkuð, er vinna geti tal-
izt, fram til þessa tíma. í fyrstu eftir að heim kom, fann hann til
svima í höfði fyrst á morgnana, en þegar frá leið, hvarf hann smátt
og srnátt. Sjón telur hann, að hafi heldur versnað við slysið. Að öðru
leyti telur hann heilsufar sitt hafa verið sæmilegt.
Ég sendi slasaða til augnlæknis til að fá úr þvi skorið, hvort nokkuð
væri á þeim (sic) að sjá, er benti til, að slysið hefði valdið nokkurri
sjóndepru. Við þá athugun sást ekki, að svo hefði orðið, sbr. vottorð
..., augnlæknis, dags. 31. marz 1952. Einnig lét ég sérfræðing í tauga-
sjúkdómum athuga slasaða. Samkvæmt vottorði sérfræðingsins . ..
læknis, 2. apríl 1952, er álit hans á slasaða þannig: „... Við neuro-
logiska skoðun finnst upphafin heyrn á v. eyra og minnkað lylctnæmi
á v. nös. Að öðru leyti neg. neurolog. skoðun. Álit: Það eru engin lík-
indi til, að heyrn komi aftur á v. eyra. Að öðru leyti eru ekki líkindi
til, að sjúkl. beri neinar varanlegar menjar eftir slysið.“
Skoðun: Fremur hressilegur maður i tali og hraustlegur útlits.
Hann er fremur feitlaginn. Við athugun á höfði finnast ekki missmíði á
þvi, og engin eymsli eru á svæðum yfir taugagreinunum í andlitinu, og
reflexar eru einnig eðlilegir. Sjón er, sbr. vottorð augnlæknisins . ..
og getið var hér að framan. Slasaði er heyrnarlaus á vinstra eyra.
Við brjóst og bol var ekkert sjúklegt að finna. Blóðþrýstingurinn
mældist 120/85. Hjartahljóð voru hrein og regluleg, en heyrast fremur
dauft, vegna þess að maðurinn er vel feitur og brjóstkassinn er þykkur.
Ekkert sjúklegt var að finna við upplimi. Ofan við hægri öklaliða-
mót er nokkur fyrirferðaraukning á leggbeinunum rétt niður undir
liðamótunum. Slasaði upplýsir, að fyrir 6 árum hafi hann fótbrotnað
þarna. Nokkur bjúgur er um öklaliðamótin nú við skoðun. Reflexar
eru eðlilegir við skoðun á útlimunum og ekkert frekar að finna við
skoðunina.
Ályktun: Um er að ræða alvarlegan höfuðáverka, þar sem höfuð-
kúpubotn hefur sprungið og heyrnarleysi hefur orðið á vinstra eyra.
Einnig talið, að lyktnæmi sé skert á vinstri nös. Bati hefur þó gengið
mjög vel, miðað við veikindin í upphafi (heilahimnubólga).
Örorka vegna slyssins telst hæfilega metin:
Fyrir 2 mánuði fyrst eftir slysið ............ 100% örorka
— 1 mánuð þar á eftir....................... 75% —
— 1 — — - — .......................... 50% —
— 1 — — - — ........................ 35% —
— 1 — — - — ........................ 20% —
— 1 — —............................... 15% —
Úr því 12% varanleg örorka.“
Um heyrn slasaða fyrir slysið liggja engin gögn fyrir í málinu.