Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 106
1951
— 104
magakvef, magasár, hægðatreg'Sa o. s.
frv. Einnig „taugaveiklun“ og þreytu-
slen, einluim miðaldra húsmæðra, sem
aS likum lætur, því að einar verða
þær að vera flestar við öll heimilis-
störf. Loks smámeiðsli, sár, ígerðir og
kaun.
Ólafsfj. Tannsjúkdómar algengastir,
dregin 151 tönn úr 100 sjúklingum.
Auk þess dró Ole Bieltvedt, tannlækn-
ir frá Sauöárkróki, allmikið úr fólki,
en hann var hér ca. 3 vikur. Þar næst
kemur svo taugaveiklun, gigt, slys
(flest smá) og meltingarkvillar.
Akureyrar. Mun fyrst mega telja
taugaveiklun og almennan slappleika,
en mikið er einnig um meltingarsjúk-
dóma alls konar, botnlangabólgu og
gigtarsjúkdóma. Þá eru einnig tölu-
verð brögð að húðsjúkdómum, og virð-
ist það í nokkrum tilfellum standa i
sambandi við atvinnu manna.
Grenivikur. Algengustu sjúkdómar
auk farsótta alls konar gigt, blóðleysi,
melíingartruflanir, tannskemmdir, í-
gerðir og húðsjúkdómar.
Þórshafnar. Auk farsótta helzt:
Caries dentium, asthenia, gastritis.
Bakkager&is. Gigt mun vera algeng-
ust allra kvilla hér, þar næst tann-
skemmdir og taugaveiklun.
Segðisfj. Iívef í öllum myndum tel
ég vera algengasta kvillann, þá a-
sthenia, nervosismus, rheumatismus
ýmiss konar, dyspepsia og obstipatio.
Nes. Farsóttir miklar á árinu og
fylgikvillar mjög tiðir, einkum háls-,
nef- og eyrnasjúkdómar, tannskemmd-
ir, blóðleysi, meltingarsjúkdómar og
gigt. Taugaveiklun, vitamínsskortur,
smáslys og ígerðir eru mjög algengir
kvillar. Hálsbólga mjög tíð, einkum
þegar þýðviðri ganga. Kenni þar um
óhæfum frágangi á skolpræsum.
Búða. Auk farsótta sem áður tann-
skemmdir, gigtarsjúkdómar ýmiss kon-
ar og meltingartruflanir.
Djúpavogs. Tannskemmdir og gigt
alls konar.
Hafnar. Algengustu kvillar eru far-
sóttir, tannskemmdir, gigt og melting-
arkvillar.
Kirkjubæjar. Auk farsótta tann-
skemmdir og gigt af ýmsu tagi.
Vestmannaeyja. Auk tannskemmda
og hinna bráðu öndunarfærasjúkdóma
mun livað mest bera á taugaveiklun
og meltingartruflunum.
Eyrarbakka. Algengustu kvillar auk
farsótta eru gigtarsjúkdómar, melting-
arkvillar, taugaveiklun og blóðleysi.
Laugarás. Farsóttirnar yfirgnæföu
allt annað, einkum kvef og inflúenza.
Allmikið var einnig um hálsbólgu og
iðrakvef, og slæðingur af öðrum sótt-
um. Næst koma gigtarsjúkdómar alls
konar, vöðva-, tauga- og liðagigt, þar
næst alls konar slen, þreyta og tauga-
slappleiki, einkum í eldri konum, sem
alla sina æfi hafa stjáklað innan húss
og sjaldan komið út fyrir dyr. Báðir
þessir flokkar virðast af svipuðum
uppruna, ýmist ofreynslu- eða hörgul-
sjúkdómar, þótt orsakirnar geti að
öðru leyti verið mismunandi, en
standa þá i sambandi við lifnaðar-
hættina: Of mikið strit, of litil hvíld,
einhæft eða að einhverju leyti gallað
viðurværi. Mjög oft hafa vítamíngjafir
úrslitaáhrif, auk ýmiss konar tonica,
nema i harðbakka slái. Vitaskuld
dugar þessi aðferð ekki ætíð, og verða
þá að koma til önnur lyf (svo sem
liormónalyf o. fl.), nuddlækningar og
jafnvel hnífsaðgerð (discuslos o. s.
frv.).
2. Acne vulgaris.
Þingeyrar. 1 tilfelli.
Vopnafj. 1 tilfelli.
3. Adenopathia abdominis.
Þórshafnar. Nokkur tilfelli.
Eyrarbakka. 2 tilfelli. Bötnuðu seint.
4. Acroparaesthesia.
Flateyrar. 3 tilfelli, roskin systkini.
Gefið acid. nicotinicum með góðum
árangri.
ísafj. Verður öðru hverju vart, oft
samfara blóðrásartruflunum í útlim-
um eða fjörefnaskorti.
Ögur. Algeng umkvörtun gamalla
kvenna.
5. Alopecia areata.
Vopnafj. 1 tilfelli.
6. Anaemia perniciosa.
Flateyrar. 2 tilfelli. Annarri kon-
unni haldiö vel við með lifrarinnspýt-