Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 103
— 101 —
1951
Ca. recti ...................... 10
(karlar 3, konur 7).
— prostatae.................... 6
— ossis ilii ................. 1
— regionis ingvinalis ......... 1
— urethrae .................... 1
— testis ...................... 3
— vaginae v. genitaliorum exter-
norum ....................... 2
— lymphoglandularum ........... 1
Sa. maxillae..................... 1
— pulmonum .................... 1
— brachii .................... 1
— femoris ..................... 1
Lymphosarcoma ................... 2
Melanoma oculi .................. 1
Myxolipoma thoracis.............. 1
Tumor malignus cerebri .......... 6
Lymphogranulomatosis ............ 5
Leukaemiae diversae, syndroma
Cushing etc., etc........... 10
Rvik. Talið, að 110 sjúklingar hafi
dáið úr krabbameini, 80 héraðsbúar
og 30 utanbæjarmenn. Tæpur helm-
ingur, 53, dó úr krabbameini í melt-
ingarfærum. Flestir, 31, dóu úr cancer
ventriculi, þá cancer mammae, 16, og
cancer ovarii & uteri 15.
Hafnarfj. Af 16 sjúklingum á skrá
(aðeins 1 á mánaðarskrá) eru 5 á
lífi í árslok við misjafnlega heilsu.
Maður með ca. labii inferioris skor-
inn á Landsspitalanum 1950, nú með
metastasis neðan á hökunni, fær rönt-
gengeislanir við og við á Landsspítal-
anum.
Ólafsvíkur. 1 tilfelli (adenocar-
cinoma ventriculi), 48 ára kona.
Stykkishólms. 4 sjúklinga með
krabbamein er mér kunnugt um, þar
af dáinn á árinu maður með ca.
ventriculi og gömul kona með ca.
mammae.
Búðardals. 4 sjúklingar á árinu; 2
áður skráðir. 2 dóu. Kona dó á árinu
úr anaemia postoperativa. Hafði verið
numinn burt mikill hluti magans
vegna cancer fyrir 30 árum. Hafði
liún orðið að nota lifrarmeðul mikið
af þessum tíma.
Reykhóla. 2 nýir sjúklingar skráðir
á árinu; 72 ára kona með ca. uteri
dó á árinu. 61 árs karlmaður með
adenocarcinoma ventriculi. Sjúkling-
urinn var skorinn upp á Landsspital-
anum á siðast liðnu sumri, og er hann
nú við þolanlega heilsu. Á skrá frá
síðast liðnu ári er 48 ára gömul kona
með melanoma malignum. Æxlið frá
clitoris og metastaserað i ingvinaleitla.
Sjúklingur þcssi veiktist fyrst árið
1949, fór þá á Landsspítlann, og þar
var æxlið, ásamt ingvinaleitlum, ex-
stirperað og röntgengeislað. Sjúkling-
urinn fór svo aftur til eftirlits og í
geisla sumarið 1950. Sjúklingurinn
hefur nú síðast liðið ár unnið fulla
vinnu við góða líðan. Engin finnanleg
einkenni um metastasis.
Þingeyrar. 4 sjúklingar skráðir. Þar
af dó 1, miðaldra kona. Var skorin
upp vegna ca. mammae, fékk nokkru
seinna krabbasáð i lungu og lézt eftir
skamma legu. 1 nýr sjúklingur skráð-
ur, maður með ca. labii inferioris.
Meinsemdin tekin i byrjun. Liðan sið-
an ágæt. 2 lconur undir eftirliti, önnur
skráð fyrst 1949 vegna ca. glandulae
Bartholini. Báðar virðast nú liraustar.
Flateyrar. 3 tilfelli skráð.
Bolungarvíkur. Engin mannslát á
árinu af völdum krabbameins. 48 ára
karlmaður, sem um margra ára skeið
hefur þjáðst af magasári og fengið
blæðingar frá því, fór að fá uppþemb-
ur og hægðarstíflur og uppsölu með
þeim; þekktust leifar frá 2—3 daga
gömlum mat i uppkastinu, og sendi ég
manninn, þrátt fyrir tregðu mikla af
hans hálfu, þegar suður. Var gerður
á honum stór magaskurður og sýndi
vefjarannsókn krabbamein.
ísafí. Skráðir 6 krabbameinssjúk-
lingar. Dóu 3 þeirra á sjúkrahúsinu
hér, en 1 kona á Landsspítalanum. 1
karlmaður er heirna um áramótin með
krabbamein i þvagblöðru. Er við
sæmilega líðan eftir aðgerð á Lands-
spítalanum. 1 kona með ca. ventriculi.
Lymphogranulomatosis: 1 tilfelli með
verulega óljósum einkennum. Iíona um
50 ára fékk hitavellu, 37,6°, og þrótt-
leysi, hvergi verki eða óþægindi, og
objectivt fannst ekkert lengi vel. Eftir
riiman hálfan mánuð var sökk hækk-
að í 60 mm, og óljóst fannst fyrir
lumor ofan nafla. Líðan konunnar fór
versnandi, þ. e. hiti hækkandi. Var
send á Landsspítalann.