Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 192
1951
— 190
í sambandi við innflutning lífgripa.
Ekki hefur verið liægt að fá sett bann
við flutningi kúa hingað af garna-
veikisvæðum, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Þess vegna sneri heilbrigðis-
nefnd sér til bæjarstjórnar og búnað-
arfélagsins hér til þess að koma á eft-
irliti með innflutningi nautgripa hing-
að, svo og liffjár.
24. Framfarir til almenningsþrifa.
Akranes. í sumar var unnið töluvert
að hafnarbótum. Varð gerð uppfylling
og garður i sjó fram við það svæði,
þar sem reisa á hina fyrirhuguðu
sementsverksmiðju. Einnig hefur ver-
ið unnið að gatnagerð og holræsagerð.
Seint á árinu festi bærinn kaup á nýj-
um togara, Akurey frá Reykjavik. Eru
bæjartogararnir þá orðnir tveir.
Borgarnes. Á þessu ári var hafin
bygging á stóru hóteli i Borgarnesi.
Verður það vonandi til mikils hag-
ræðis fyrir gesti og heimamenn.
Ólafsvíkur. Byrjað á hafnargerð
(landshafnargerð) i Rifi í Neshreppi
utan Ennis, en smátt var byrjað. Hafn-
argerð, ef svo skyldi kalla, miðar
smátt áfram hér á staðnum, og að-
staða öll afleit.
Beykhóla. Framfarir héraðsbúum til
hagsbóta hafa verið miklar. Bilvegur
er nú að verða kominn um allt hér-
aðið, og sími er kominn á 48 af 56
bændabýlum, sem nú eru setin i hér-
aðinu. Aðeins 2 slæmar ár eru óbrú-
aðar, og mun önnur þeirra verða brú-
uð á næsta sumri. Skurðgrafa hefur
verið liér i héraðinu, i Reykhóla- og
Geiradalshreppum, undanfarin 3 sum-
ur og ræst fram land fyrir bændur.
Mun hún enn verða hér næsta sumar.
Mestar jarðræktarframkvæmdir hafa
þó verið á Reykhólum. Þar mun nú
vera búið að ræsa fram um 200 ha
lands til fyrirhugaðrar túnræktar.
Þingeyrar. Fiskimjölsverksmiðju
kaupfélagsins var breytt til síldar- og
karfavinnslu, og jukust afköst hennar
upp i 800 mál sildar á sólarhring.
Kaupfélagið festi kaup á gömlum tog-
ara, er koma skyldi í lag og láta síðan
afla fyrir hraðfrystihúsið og verk-
smiðjuna. Átti að vera tilbúinn um
mitt sumar, en er ókominn nú um
áramótin. Ný sameiginleg vatnsveita
var lögð út á Þingeyri. Vatnið tekið
úr Hvammsá og leitt í 4 þumlunga
asbeströrum um 6 kílómetra leið. Enn
þá njóta ekki allir þorpsbúar þessa
góða vatns, enda tíð tekin að spillast,
er vatnsæðin komst í samband við
frystihúsið, verksmiðjuna og bryggj-
una, en til þeirra staða var nauðsyn
þess brýnust. Á næsta sumri mun vera
i ráði að ljúka verkinu. Simakerfi
þorpsins var lagt í jarðstreng, til mik-
illa bóta fyrir talsamband utan og inn-
an þorps. Vegur ruddur hálfa leið frá
Sveinseyri út að Keldudal um bratta
og háa fjallshlið. Vegarlagningu lokið
um Rafnseyrarheiði niður að Auð-
lcúlu.
Flateyrar. Framfarir til almennings-
heilla engar, svo að ég viti.
ísafj. Framfarir litlar á árinu vegna
fátæktar og ills árferðis. Rikisstjórnin
ráðstafaði einum togara hingað til
bæjarins á árinu, en atvinnuaukning
varð minni en menn gerðu sér vonir
um. Hafin var endurbygging fiski-
mjölsverksmiðjunnar á Torfnesi, og
unnið var nokkuð að uppfyllingu
hafnarbakkans nýja.
Ögur. Lokið var við smiði báta-
bryggju í Ögri, og er það allmikið
mannvirki. Getur Djúpbáturinn lagzt
þar að, og er það mikil samgöngubót
fyrir héraðið. Unnið var að vegargerð
upp í Laugardal, og er vegurinn orð-
inn bílfær upp að Hrafnabjörgum.
Ætlunin er að leggja veg inn i Þernu-
vík og fyrir botn Mjóafjarðar og
tengja hann þjóðveginum á Þorska-
fjarðarheiði. Mun þá verða akfært út
í Ögur, og styttist þá sjóleiðin til ísa-
fjarðar að mun. Allmargir ferðamenn
leggja nú leið sina um Djúpið á sumr-
in, og hefur komið til tals að hafa
bílferju milli Ögurs og Súðavikur.
Slíltar framkvæmdir munu þó eiga
langt i land. Norðanvert við Djúpið
nær nú vegurinn út að Melgraseyri.
í Álftafirði var haldið áfram vegar-
lagningu inn með firðinum, og nær
hann nú að Dvergasteini. Áformað er
að leggja þann veg út með firðinum
að austan og inn i Seyðisfjörð, jafn-
vel fyrir botn Hestfjarðar og meðfram