Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 197
Inngangur og yfirlit.
Sakir ádeilu, sem tveir læknar hafa
birt í dagblöðum á mig sem lækni
Kleppsspítalans fyrir að beita ekki
rafroti (electroshock) við sjúklinga
mína, hef ég tekið saman tvær grein-
argerðir, aðra í bréfi til landlæknis,
dags. 18. nóvember 1947*), hina síðast
liðinn vetur, langa ritsmíð, sem ég
samkvæmt beiðni landlæknis hef gert
útdrátt úr, ætlaðan til prentunar sem
fylgirit með Heilbrigðisskýrslum.
Með því, að þessir læknar hafa nær
eingöngu rætt um rafrot, en aðeins
iauslega minnzt á heilaskurð (lobo-
tomia), mun ég svo til eingöngu halda
mér að rafroti.
Ég vil þó fyrst leyfa mér að benda
á, að fjölmargar aðrar aðferðir eru
á ýmsum stöðum við hafðar til lækn-
ingar geðveiki, svo sem sálgreining
(Freud), dáleiðsla og fleiri sálarlækn-
ingar, kenndar við ýmsa skóla innan
sálsýkisfræðinnar, svefnmóksaðferðir
*) Tilefni þeirrar greinargerðar var viðtal
við einn geðlækni Reykjavíkur, sem birtist í
Tímanum 14. nóvember 1947. Síðan hefur
oftar en einu sinni i blöðum verið veitzt að
yfirlækninum fyrir afstöðu lians til rot-
aðgerða, einnig af læknum (Alþýðublaðið,
Tíminn, Visir 29. desember 1953, Timinn
janúar 1954 og Alþýðublaðið 8. og 12.
s* m.), en hann hefur jafnan talið óvið-
aigandi að lialda uppi svörum á þeim vett-
vangi. Nú hefur þessi ádeila borizt inn í
Heilbrigðisskýrslur (sbr. ummæli héraðslækn-
isins í Laugaráshéraði á bls. 142—143 hér að
framan). Þótti þá hiýða að gera yfirlækninum
kost á því að gera hér rækilega grein fyrir
afstöðu sinni til þessara umdeildu læknis-
aðgerða. I La-knablaðinu 1947, 2. tbl., eru
rotaðgerðir kynntar islenzkum læknum frá
Sagnstæðri hlið, sbr. Kristján Þorvarðarson:
Rotlækningar geðveikra (Shock therapia). —
og aörar aðferðir, sem styðjast við
kenningar Pawlows um skilorðsbund-
in viðbrögð, ýmsar „hypotoniserandi“
og „amfotoníserandi“ lyfjameðferðir,
„vagotoníserandi" acethylcholínshock,
„sympaticotoníserandi“ amfetamín-
shock, „ganglioplegiskar“ meðferðir,
liypertermi- og hypotermimeðferðir
og meðferðir, sem byggjast á aðlög-
unar- og viðbragðsrannsóknum Selye
o. fl., á „focalinfektions“ kenning-
unni eða eru við hafðar út frá öðr-
um „psykosómatiskum" sjónarmiðum.
Um allar þessar aðferðir er það að
segja, að þær krefjast fyrirliafnarmeiri
sjúkdómsgreiningar og e. t. v. meiri
líffræðilegrar og sálsýkisfræðilegrar
þekkingar og æfingar en hægt er að
ætlazt til af mönnum, sem jafnframt þvi
sem þeir eru e. t. v. önnum kafnir al-
mennir sjúkrasamlagslæknar vilja vera
sérfræðingar í þriðju umfangsmestu
sérgrein læknisfræðinnar, sem geð-
veikifræðin er venjulega talin vera.
Margir hafa skilið mál þessara
lækna svo, að fyrir tíð rotaðgerða við
geðsjúkdómum hafi ekki verið um
neinar geðlækningaaðgerðir að ræða
og síðan rotaðgerðirnar komu til, sé
ekki til að dreifa öðrum aðgerðum,
sem nokkurs sé um vert. En á það má
jiegar í stað benda, að löngu áður
læknuðust geðsjúkdómar, að þvi er
bezt varð séð, fyrir læknismeðferð út
frá svipuðu meginlækningasjónarmiði
og t. d. berklaveiki.
Höfundur rotaðgerðanna, Ungverj-
inn v. Meduna, hélt því fram af ein-
skærri fófræði, að geðklofasjúklingar
fengju sjaldan krampa, og ályktaði út
frá því, að geðldofi (schizophrenia)
og flogaveiki (epilepsia) væru and-