Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 190
1951
188
þverbrotinn og mikil blæðing út
frá því, inn i hægra brjósthol
(1250 cc.). Enn fremur mikið
mar aftan við vinstra eyra og
heilinn marinn að neðan. Við lik-
skoðun og krufningu fundust
miklir áverkar á liöfði og hrygg.
Ályktun: Ljóst er, að blæðingin i
brjóstholti hefur leitt manninn til
dauða.
36. 13. september. M. I-son, 29 ára.
Dó skyndilega, eftir að hann
hafði verið lasinn af hálsbólgu,
máttvana og þorstlátur og siðast
með uppköstum. Við rannsókn á
blóði fannst 600 mg % af sykri.
Einnig mikill sykur i þvagi. Á-
lyktun: Maðurinn hefur dáið af
sykursýki.
37. 16. október. K. S-son, 66 ára. Dó
i sjúkrahúsi, án þess að ljóst væri
af hverju. Við krufningu reynd-
ust bæði nýru full af smáígerðum
(pyelonephritis), nýrnaskálar út-
þandar og bæði þvaggöng (ure-
teres) fingurgild af bólgu og
hlykkjótt. Mikil stækkun á blöðru-
botnskirtli og þvagblaðra útþanin
með bjálkateikningu. Urea aukin
í blóði (139 mg %). Við krufn-
ingu hefur komið i ljós mikil
pokamyndun i nýrum og bólga í
þeim (hydronephrosis og pyelone-
phritis), sem sennilega hefur or-
sakazt af stækkun blöðrubotns-
kirtilsins. Ályktun: Ástand þetta
hefur valdið þvageitrun. Jafn-
framt hefur fleira amað að, svo
sem hjartabilun og byrjandi
lungnabólga, og verður að álita,
að þetta hafi sameiginlega valdið
dauða mannsins.
38. 1. nóvember. A. S-son, 21 árs.
Varð fyrir bil og andaðist litlu
síðar. Við krufningu fannst mar
neðan á heila og blæðing út frá
því. Enn fremur nokkrar smá-
blæðingar í heilabúi (pons). Þá
fannst einnig brot á hægra
mjaðmarbeini og blæðing út frá
því í kringum þvagblöðru. Álykt-
un: Banameinið virðist hafa ver-
ið heilahristingur ásamt mari og
blæðingum i heila, og lost (shock)
eftir áverkann.
39. 16. nóvember. I. J-son, 66 ára.
Varð fyrir bíl og lézt rétt á eftir.
Við líkskoðun og krufningu sáust
hrufl viðs vegar, einkum á and-
liti og höndum, og vinstri fótlegg-
ur var brotinn. Mikið brot var á
kúpubotni og hafði mænan kubb-
azt sundur, rétt neðan við heil-
ann. Enn fremur var litli heili
marinn að neðan. Þá var hryggj-
arsúla þverbrotin um mótin milli
1. og 2. lendaliðs. Liðhlaup
fannst á hægri öxl. Ályktun: Sýni-
legt er, að skemmdin á mænu,
rétt uppi undir heila, hefur vald-
ið dauða samstundis, enda sára-
litlar blæðingar frá meiðslunum.
40. 24. nóvember. S. E-son, 67 ára.
Dó i sjúkrahúsi úr lungnabólgu,
sem engin meðul höfðu áhrif á.
Þar sem maðurinn hafði unnið
á Keflavíkurflugvelli, var óskað
rannsóknar á likinu. Við krufn-
ingu fannst mikil lungnabólga,
sem var útbreidd um bæði lungu.
Engar bakteríur fundust sem or-
sök þessarar bólgu, en vefjarann-
sókn benti eindregið til, að bólg-
an stafaði af virus. Dýratilraunir
(á naggrísum og músum) reynd-
ust neikvæðar. Ályktun: Lungna-
bólga hefur leitt manninn til
dauða.
41. 28. nóvember. H. O-son, 25 ára.
Veiktist með óljósum einkennum,
þróttleysi og skyntruflunum i
húð, og var talið mögulegt, að
um mænusótt væri að ræða. Á-
lyktun: Við krufningu fannst mik-
il blæðing i hægra heilahveli, sem
hefur leitt skjótlega til bana.
42. 27. desember. 3 mánaða svein-
barn. Barnið andaðist skyndi-
lega, án þess að það hefði verið
áberandi veikt. Ályktun: Við
krufningu fundust allmikil merki
um beinkröm. Enn fremur fannst
berkjubólga og hárberkjubólga i
í báðum lungum, og virðist það
hafa orðið barninu að bana.
Rvík. Við voveifleg mannslát og
þegar lik fundust, var ég jafnan til-
kallaður. Var í slíkum tilfellum ætíð
krafizt réttarkrufningar. Vegna barns-