Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 162
1951
160
40, og náðu þeir allir ágætu prófi um
vorið. Prófdómendur voru frá iðn-
skólanum i Reykjavik. Auk iðnskóla-
námsins voru haldin námskeið í vél-
ritun, bókfærslu, frístundamálun og
fatasniði.
J. Yfirlit um lyfjabúðareftirlit 1951.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svo-
látandi grein fyrir eftirliti með lyfja-
búðum á árinu 1951:
Fjöldi lyfjabnða. 1 ný lyfjabúð tók
til starfa á árinu, Keflavíkur apótek.
Lyfjabúðir þvi í árslok 19 talsins.
Ný lyfjaskrá o. fl. Hinn 1. janúar
1951 var löggilt til notkunar hér á
landi ný lyfjaskrá, Pharmacopoea
Danica 1948, Editio IX (auglýsing nr.
72 14. júlí 1950).
í sambandi við löggildingu hinnar
nýju lyfjaskrár gekk einnig í gildi,
frá 1. janúar 1951, auglýsing nr. 197
19. sept. 1950, um búnað og rekstur
lyfjabúða, reglur nr. 196 19. sept.
1950, um nokkrar nafnabreytingar
lyfja samkvæmt nýrri lyfjaskrá, gerð,
geymslu og afhendingu lyfja o. fl., svo
og reglur nr. 273 30. des. 1950, varð-
andi gerð og afgreiðslu lyfja.
Skortur fyrirmæla um lágmarks-
kröfur varðandi húsakynni og áhalda-
kost lyfjabúða, svo og hverjar bækur
(utan lögskyldra bókhaldsbóka) skuli
haldnar i lyfjabúðum o. s. frv. hafði
mjög torveldað allt lyfjabúðareftirlit
til þessa. Á þessu ástandi var því
ráðin mikil bót með gildistöku áður-
nefndrar auglýsingar um búnað og
rekstur lyfjabúða.
Starfslið. Starfslið lyfjabúðanna fyr-
ir utan lyfsala var, sem hér segir, en
tölur eru miðaðar við dag þann, er
skoðun var gerð á hverjum stað: 21
lyfjafræðingur (cand. pharm.), 16
karlar og 5 konur, 11 lyfjasveinar
(exam. pharm.), 5 karlar og 6 konur,
15 lyfjafræðinemar (stud. pharm.), 11
piltar og 4 stúlkur, og annað starfsfólk
128 talsins, 26 karlar og 102 konur.
Sjálfstæðir lyfsalar voru 17, 14 karl-
ai og 3 konur, og forstöðumenn kaup-
félagslyfjabúða 2, báðir karlar.
Konur nokkurra lyfsala, sem lyfja-
fræðimenntun hafa, eru hér ekki með-
taldar, enda þótt þær kunni að starfa
að einhverju leyti við hlutaðeigandi
lyfjabúðir.
Húsakynni. 3 lyfjabúðir fengu á ár-
inu allverulegt viðbótarhúsnæði til
umráða. Voru húsakynni tveggja þess-
ara lyfjabúða aukin með viðbygging-
um, en í þriðja tilfellinu var tekið til
afnota um 50 m2 pláss á annarri hæð
lyfjabúðarinnar, sem áður hafði verið
notað til annars. Lyfjabúð sú, sem
opnuð var á árinu, er til húsa i tví-
lyftu steinhúsi með kjallara. Hefur
lyfjabúðin neðri hæð hússins alla til
afnota, svo og mestan hluta kjallara.
Skortir mikið á, að þar sé fullnægt
þeim kröfum, sem gerðar eru til inn-
réttingar lyfjabúðar.
Fer hér á eftir yfirlit, um hvernig
ásatt er um kost vinnuherbergja í
lyfjabúðunum árin 1950 og 1951. Um
upplýsingar um sama efni fyrir árin
1948 og 1949 vísast til Heilbrigðis-
skýrslna 1950, bls. 222 og 226.
Afgreiðslusalur......................................
Lyfjabúr var í sérstöku herbergi.....................
— —- - einu horni afgreiðslusalar.............
Galensk vinnustofa ..................................
Töflustofa ..........................................
Stungulyfjastofa, sérstakt herbergi .................
Rannsóknarstofa .....................................
Næturvarðarherbergi .................................
Þvottaherbergi vistlegt og þrifalegt ................
— óvistlegt og óþrifalegt ..............
— ekki aðskilið frá einkaþvottaherbergi ..
— ekkert ...............................
Lyfjabúðir
1950 1951
18 19
11 12
7 7
8 10
7 7
2 2
5 6
7 7
8 10
5 4
4 5