Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 218
1951
— 216 —
að blætt hefur undir linu heilahimnurnar, eins og jafnan á sér stað
við mar á yfirborði heilans. Enn fremur blæddi á vinstra auga strax
eftir áfallið.
Marið á vinstra heilahveli hefur sennilega hlotizt af áverka þeim,
sem merki sáust um efst á enninu vinstra megin.
Ummerki þau, sem fundust í taugasjúkdómadeild Ríkisspítalans
í Kaupmannahöfn við aðgerð þar og sýndu, að blætt hafði undir
heilabasti yfir báðum heilahvelum, hafa sennilega ágerzt smám saman
frá fallinu, því að slíkar blæðingar gerast venjulega á löngum tíma,
er blóð síast hægt út úr smáæðum, sem rifnað hafa við ákverkann.
Eins og fyrr getur, sbr. vottorð ... (fyrr nefnds starfandi) læknis,
voru þessi einkenni um ytri áverka sýnileg, daginn eftir að Á. B-son
slasaðist:
1. Fleiður efst á enni, vinstra inegin.
2. Bólga á báðum kinnum, undir kinnbeinum og neðan til á þeim
og á hægri kinn tveir litlir, blóðhlaupnir blettir.
Það virðist ekki mögulegt, að þau áverkaeinkenni, sem talin eru
undir 2. tölulið, hafi getað stafað af einu falli í götuna, en aftur á
móti vel af hnefahöggum. Verður því að álíta sennilegast, að hann
hafi hlotið þau, áður en hann féll.
Að því er varðar fleiðrið á enninu, hefur það getað orsakazt á
þrennan hátt:
1. Af árekstri eða falli, t. d. á húsvegg eða annað hliðstætt.
2. Af höggi með hörðum, sléttum hlut.
3. Af falli í götuna.
Þess er ekki getið, að sandkorn eða götuóhreinindi hafi verið í
fleiðrinu efst á enni, en þessa hefði mátt vænta, ef það hefði stafað
af falli í götuna.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 6. janúar
1953, staðfest af forseta og ritara 15. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Málsúrslit: Sjá bls. 28.
2/1953.
Sakadómarinn í Reykjavík hefur með bréfi, dags. 13. nóvember
1952, samkvæmt úrskurði, kveðnum upp í sakadómi Reykjavíkur
s. d., leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæruvaldið
gegn S. L. B-syni og Þ. K. M-syni.
Málsatvik eru þessi:
Þ. K. M-son, verkamaður, Reykjavík, fæddur 21. desember 1929,
hefur játað á sig að hafa ásamt meðákærða framið innbrot í veit-
ingahúsið Tivoli aðfararnótt 26. apríl s. 1. og hafa stolið þar áfengi,
vindlingum, reyktum laxbita og harmoniku. Voru þeir báðir undir
áhrifum áfengis.
Ákærði Þ. hefur einnig játað að hafa tekið að ófrjálsu kvenbomsur
úr anddyri hússins nr. 1 við ... hér í bæ, öðrum hvorum megin
við helgina 19. og 20. apríl s. 1. Enn fremur hefur hann játað að