Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1951, Blaðsíða 154
1951
152 —
Hin gamla bifreið deildarinnar var
orðin svo úr sér gengin, að hún var
lengstum ónothæf, og voru aðeins
fluttir með henni 48 sjúklingar innan-
bæjar, og 13 ferðir voru farnar út um
sveitir. Samdi deildin við sarna mann
og árið áður um sjúkraflutninga, þeg-
ar bifreið deildarinnar var ekki til-
tæk, og bjargaðist þetta vandræða-
laust. Flutti hann 57 sjúklinga utan-
bæjar og 53 í bænum. Unnið var að
því á árinu að fá nýjan sjúkrabíl, og
tókst nú loks að fá til þess nauðsyn-
leg leyfi; varð að ráði að kaupa
Dodgebifreið, „standard model,“ og er
nýlega búið að taka hana í notkun.
Ljósabaðstofa deildarinnar var tekin i
notkun; var aðsókn góð, og rekstur-
inn bar sig þrátt fyrir nokkuð hækk-
uð útgjöld. Mest voru ljósin notuð af
börnum innan skólaaldurs, en einnig
talsvert af fullorðnu fólki. Alls fengu
ljósböð 240 í 3500 skipti. Er í ráði
að færa út kvíarnar, ef húsnæði og
tæki fást, svo að fleiri geti notið þess-
arar heilsubótar. Frú Helga Svanlaugs-
dóttir, hjúkrunarkona, veitti ljósastof-
unni forstöðu með hinni mestu prýði.
Rauðakrossdeildin á Akureyri og
slysavarnardeild kvenna á Altureyri
stóðu í sameiningu að námskeiðum í
hjálp í viðlögum á síðast liðnu vori.
Kennari var Jón Oddgeir Jónsson.
Fyrir tilmæli Rauðakross Islands
gekkst deildin fyrir söfnun til styrktar
nauðstöddu fólki á flóðasvæði Pódals-
ins á Ítalíu. Safnaðist lítið, enda í
mörg horn að líta um þetta leyti og
mjög leitað til almennings um fjár-
framlög til nauðsynja- og mannúðar-
mála, sem nú er unnið að og mönn-
um hér standa nærri. Söfnuðust að-
eins kr. 840,00. Hins vegar gekk ösku-
dagssöfnunin eins vel og áður, og
komu alls inn kr. 8502,00, eða nokkru
hærri fjárhæð en nokkru sinni fyrr.
Heillamerki Rauðakrossins, sem fólk
var farið að læra að nota, einkum á
jólabréf og pakka, fékk deildin engin
að þessu sinni, en mundi geta haft
af talsverðar tekjur, ef hægt væri að
útvega. Deildin naut eins og áður
styrks frá Akureyrarbæ og Eyjafjarð-
ar- og Þingeyjarsýslum, en tekjur voru
nú engar af samkomum, sem oft hef-
ur verið áður. Með breytingum, sem
nýlega voru gerðar á einu samkomu-
húsi bæjarins, þar sem deildin eftir
gamalli hefð hafði fengið að halda
áramótadansleiki, sem jafnan var
mesti tekjuliður hennar, er nú burt
fallinn þessi góði tekjuliður. Fjárhag-
ur deildarinnar hélzt þó sæmilega í
horfinu. Niðurstöðutölur reikninga
voru: Tekjur: kr. 38503,66. Gjöld: kr.
23027,30. Skuldlaus eign kr. 122710,00.
—- Félagar í árslok: 436 ársfélagar, 42
ævifélagar.
Heilsuverndarstöðvar.
1. Iíeilsiwerndarstöð Reykjavíkur.
Berklavarnir.
Árið 1951 voru framkvæmdar 25450
læknisskoðanir (27370 árið 1950) á
18743 manns (19255). Tala skyggn-
inga 15348 (15180). Annazt var um
röntgenmyndatöku 622 (758) sinnum.
Auk þess voru framkvæmdar 3085
(4381) loftbrjóstaðgerðir. 127 (119)
sjúklingum var útveguð sjúkrahúss-
eða hælisvist. Berklapróf voru fram-
kvæmd á 6747 (4305) manns. 3624
próf voru framkvæmd á stöðinni, en
3123 berklapróf gerð í skólurn á veg-
um stöðvarinnar. Enn fremur var
annazt um 492 (463) hrákarannsókn-
ir. Auk 191 (140) ræktunar var 436
(204) sinnum ræktað úr magaskol-
vatni. Séð var um sótthreinsun á heim-
ilum allra smitandi sjúklinga, sem að
heiman fóru. 692 (950) manns, eink-
um börn og unglingar, voru bólusett
gegn berklaveiki. Munu nú alls hafa
verið bólusettir um 7140 (6450)
manns. Skipta má þeim, sem rannsak-
aðir voru, í 3 flokka:
1. Þeir, sem verið höfðu undir eftir-
liti stöðvarinnar að minnsta kosti
tvisvar á ári og henni því áður
kunnir, alls 1192 (1098) manns.
Þar af voru karlar 426 (381), kon-
ur 678 (643), börn 88 (74). Meðal
þeirra fannst virk berklaveiki að
127 (65), eða 10,6% (5,9%). 108
þeirra voru með berklaveiki i
lungum, lungnaeitlum eða brjóst-
himnu. í 76 (52) tilfellum, eða
6,4% (4,7%), var um sjúklinga
að ræða, sem veikzt höfðu að