Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 15
4 Orð og tunga
Fram burðaratriði nutu lengi vel mestrar athygli rannsakenda, eink
um í svonefndum mállýskurannsóknum Björns Guðfinnssonar (1946)
á fimmta áratugnum og framburðarrannsóknum undir stjórn Hösk
uldar Þráinssonar og Kristjáns Árnasonar (1992 o.v.) á þeim níunda.
Á síðari árum hafa verið gerðar umfangsmiklar athuganir á breyti
leika í íslenskri setningagerð og sýnt hefur verið fram á breytileika
eftir aldri, menntun og búsetu – og þá ekki aðeins hvað varðar „gamla
kunningja“ á borð við þágufallshneigð (sjá t.a.m. Jóhannes Gísla
Jónsson og Þórhall Eyþórsson 2003, Þórhall Eyþórsson 2017, sbr. Ástu
Svavarsdóttur, Gísla Pálsson og Þórólf Þórlindsson 1984) og fáein
fleiri setningarleg fyrirbæri sem hafa fengið nokkra athygli í almennri
umræðu í samfélaginu, svo sem notkun á vera að með nafnhætti
(Höskuldur Þráinsson og Theódóra A. Torfadóttir 2015, Theódóra A.
Torfadóttir 2017) eða svonefnda nýja þolmynd (Höskuldur Þráinsson,
Sigríður Sigurjónsdóttir, Hlíf Árnadóttir og Þórhallur Eyþórsson 2015,
Sigríður Sigurjónsdóttir 2017), heldur einnig ýmis önnur atriði sem
ætla má að málnotendur almennt velti sjaldnar fyrir sér, t.d. því hvort
sögn er í öðru eða þriðja sæti í aukasetningum (sbr. Höskuld Þráinsson
og Ásgrím Angantýsson 2015) ellegar ýmis fallmörkunarfyrirbæri
önnur en þau er varða þágufallshneigð (sbr. Höskuld Þráinsson,
Þórhall Eyþórsson, Ástu Svavarsdóttur og Þórunni Blöndal 2015).
Auk rannsókna sem leita tengsla milli breytilegrar málnotkunar
fólks og hefðbundinna félagslegra bakgrunnsþátta (búsetu, aldurs,
kyns o.s.frv.) hafa athuganir sýnt breytileika í íslensku málfari og
orðavali eftir textategundum og ytri aðstæðum, m.ö.o. eftir mál
sniði, eins og nánar er rætt hér á eftir. Þar má nefna skýran mun á
notkun aðkomuorða6 á borð við t.a.m. dánlóda eða djönkfúd, sem eru
hlutfallslega fátíðari í textum sem eru í formlegri kantinum, meira
undirbúnir og gjarna ritaðir, í samanburði við texta sem eru óformlegri,
minna undirbúnir, hversdagslegri og gjarna talaðir (sbr. t.a.m. Ástu
Svavarsdóttur, Paatola og Sandøy 2010). Fram kom í viðtölum Hönnu
Óladóttur (2009) við 24 íslenska málnotendur það almenna mat að
formlegar aðstæður og textar kalli á að sneiða hjá aðkomuorðum
og þá einkum þeim sem teljast lítt eða ekki aðlöguð. Athugun á
mati fólks á því hvaða málsnið hæfði mismunandi textategundum
(Ari Páll Kristinsson og HilmarssonDunn 2013, 2015) leiddi í ljós
6 Hugtakið aðkomuorð er haft um orðaforða sem fenginn er úr erlendum málum.
Aðkomuorðum er síðan skipt í tökuorð, þ.e. orð sem eru aðlöguð viðkomandi máli
(hér íslensku) að mestu eða öllu leyti, og framandorð, þ.e. aðkomuorð sem notuð
eru því sem næst í hrárri erlendri mynd.
tunga_23.indb 4 16.06.2021 17:06:47