Orð og tunga - 2021, Side 24

Orð og tunga - 2021, Side 24
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 13 Bell (1984, 2001) setti fram hugtakið audience design til skýringar á því hvenær og hvernig einstakir málnotendur fara milli breytilegra málsniða. Þar er gengið út frá því að valið ráðist fyrst og fremst af því hvaða hugmynd málnotandi gerir sér um viðmælanda sinn, eða ef um fjölmiðlafólk er að ræða, hverja það telur vera að hlusta á sig (eða lesa texta sinn). Hugtak Bells má e.t.v. þýða sem hlustendamiðun. Hugmyndin spratt upp úr athugunum Bells á málnotkun útvarps­ manna og annars fjölmiðlafólks en hana má vel yfirfæra á víðara samhengi. Rauði þráðurinn er sá að fólk skipti um málsnið fyrst og fremst eftir því hver viðmælandinn er (eða er talinn vera) og að það atriði stýri málnotkuninni mest, hafi jafnvel meiri áhrif en sjálft umræðuefnið. Bell (1984:171) sýndi fram á hvernig fjórir nýsjálenskir útvarpsmenn breyttu tilteknu framburðareinkenni (röddun á /t/ milli sérhljóða) en hljóðfræðilegt birtingarform hljóðansins réðst greinilega af því á hvaða útvarpsrás mælendurnir unnu hverju sinni; væri rásin ætluð eldri eða „þroskaðri“ hlustendum var framburðurinn annar en ef útvarpsefnið var miðað við miklu yngra fólk eða enn aðra félagshópa. Auk þess sem fólk miði við viðmælendur sem slíka geti það einnig haft í huga einhverja hópa, misstóra, sem eigi þann sess í vitund málnotandans að hafa áhrif á málnotkun hans. Þar geti t.a.m. verið um að ræða þjóð, þjóðarbrot eða fólk á tilteknum landsvæðum og það sé mögulega hluti af mótun sjálfsmyndar viðkomandi mál­ notanda að vilja tengjast þeim hópi eða hópum (Bell 1984, 2001). Í endurbættum hugmyndum Bells (2001) í ljósi yngri viðhorfa er lögð enn ríkari áhersla á slíka þætti. sbr. það sem hér á undan var nefnt um eigin (frum)virkni málnotenda. Hugmyndin um hlustendamiðun til að skýra málsniðsval fólks, við aðstæður þar sem viðmælandi er ekki nálægur, samræmist að einhverju leyti „aðlögun í tali“ (e. speech accommodation, speaker design). Hvort heldur aðlögunin er kennd við málnotandann í samtali aug­ liti til auglitis (sbr. speaker design), eða við fjarstadda hlustendur (sbr. audience design) eru málsniðin annað og meira en hrein vörpun út frá mismiklu formleikastigi eða öðrum þáttum í málaðstæðum. Málsnið er aðlagað og mótað í meðförum málnotandans og það ferli kann að vera að einhverju leyti meðvitað, hvort sem meginhvatinn er að koma til móts við hlustendur/viðmælendur eða að sýna málnotandann sjálf an í tilteknu ljósi (Coupland, Thøgersen og Mortensen 2016:30). tunga_23.indb 13 16.06.2021 17:06:47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.