Orð og tunga - 2021, Page 148
Orð og tunga 23 (2021), 137–143, https://doi.org/10.33112/ordogtunga.23.6
© höfundur cc by-nc-sa 4.0.
smágreinar
Svavar Sigmundsson
Gælunöfn í ættartölusafnriti
Í ættartölusafnriti séra Þórðar Jónssonar í Hítardal frá 1645–1660,
sem fjallar um ættmenni fyrirmenna frá 16. og 17. öld, koma fram
mörg gælunöfn manna, bæði kvenna og karla. Fjöldi þeirra kemur á
óvart. Svo virðist sem gælunöfn hafi verið algengari í þjóðfélaginu en
manntöl og opinber skjöl gefa hugmyndir um. Gælunöfn eða stutt
nefni öðru nafni hafa líklega tíðkast að einhverju marki frá fornu fari
þó að það sé ekki óumdeilt. Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá
Arnarvatni gerðu grein fyrir gælunöfnum og athugunum á þeim í
inn gangi bókarinnar Nöfn Íslendinga (1991:47–52). Þau nefna stutt
nefni m.a. frá 16. og 17. öld, Fúsi, Gunna og Dóri. Auk þess birta þau
lista yfir stuttnefni sem Jón Ólafsson úr Grunnavík tók saman á 18.
öld. Gælunöfnum bregður fyrir í fornbréfum öðru hverju og er ekki að
sjá að þau hafi verið sérstaklega niðrandi. Guðrún og Sigurður segja í
inngangi sínum að mjög erfitt sé að kanna sögu íslenskra gælunafna
þar sem þau sjáist sjaldan á prenti. Helst sé að sjá þau í gömlum
manntölum þar sem ekki hafi verið séð til þess að niðursetningar eða
aðrir ómagar hafi verið skráðir fullu nafni heldur oft notuð stuttnefni,
t.d. Gudda, Gunna, Sigga (Guðrún Kvaran og Sigurður Jónsson frá
Arnarvatni 1991:20). Hins vegar er ekki ólíklegt að persónur í bók
menntum sem borið hafa stuttnefni hafi áhrif á almennt mat á nöfnum,
og taka þau Guðrún og Sigurður Guddunafnið sem dæmi um það,
þ. e. nafn GrasaGuddu í Útilegumönnum sr. Matthíasar Jochumssonar.
tunga_23.indb 137 16.06.2021 17:06:52