Orð og tunga - 2021, Page 22
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 11
ásamt dýpri fræðilegri túlkun á þeim empírísku niðurstöðum sem
saman burður á formþáttum leiðir í ljós.
Í þessu sambandi má nefna sem dæmi rannsókn á því hvernig
ungir einstaklingar í efri lögum samfélagsins í alþjóðlega fjármála
geiranum í Peking beita tilteknum hljóðkerfisþáttum til að skapa
sér nýtt heimsborgaralegra málbrigði þannig að annar og nýr fram
burður greini þá frá málnotkun opinberu starfsmannanna í borginni
(Zhang 2005). Þá má einnig nefna rannsókn Podesva (2007) sem
dæmi en þar er viðfangsefnið innri breytileiki. Sýnt er hvernig ung
ur karlmaður, Heath, beitir falsetturödd eða hærri grunntíðni (F0)
raddar sinnar kerfisbundið á mismunandi hátt, m.a. eftir því hvort
hann er t.d. í grillveislu eða annars staðar, þannig að félagsleg merking
máleinkennisins samræmist hlutverkinu (e. persona) sem hann byggir
upp og er hluti af sjálfsmynd hans sem samkynhneigðs karlmanns.
Sem dæmi um íslenskar rannsóknir sem leggja áherslu á frumvirkni
málnotandans þegar niðurstöður eru túlkaðar má nefna áðurnefnda
greiningu Lilju Bjarkar Stefánsdóttur og Antons Karls Ingasonar
(2018) á stílfærslu í máli Steingríms J. Sigfússonar.
Í stuttu máli má segja að rannsóknir á málsniði hafi orðið víðtækari
í þeim skilningi að ekki sé látið nægja að skoða málsnið sem tiltekin
afmörkuð málform sem tengist tilteknum afmörkuðum aðstæðum,
heldur sé undirstrikað hvernig málsnið taki þátt í því með öðrum
tákn kerfum sem málnotandinn hrærist í, t.a.m. með fatnaði og fasi,
að skapa og sýna sjálfsmynd eða það hlutverk (e. persona) sem ein
staklingurinn byggir upp (Eckert 2019:4).
Athuganir á málsniðum veita sem sé ekki aðeins upplýsingar um
hvaða breytileiki kemur til greina í tilteknu tungumáli og í tilteknu
samhengi heldur líka hvernig málnotendur nýta mismunandi mál
snið til að skilgreina eða staðsetja sjálfa sig gagnvart umhverfinu.
Athugunum á tilteknum máleinkennum í ákveðnum aðstæðum má
þannig fylgja eftir með því að huga að afstöðu eða afstöðuleysi mál
notenda gagnvart eigin málnotkun og annarra, hvort tilbrigði í máli
eru þeim meðvituð eða ómeðvituð, ráða í túlkun þeirra á félagslegri
merkingu samskiptanna og hvernig málbeitingin tengist öðrum þátt
um í fari þeirra.
Málnotendur geta á augabragði skipt um málsnið ef svo ber und
ir. Aðstæður, miðill og félagsleg merking samskiptanna og tján ing
ar innar getur stýrt (og skýrt) breytileika í málhegðun, og af því að
málnotendur geta sífellt lent í nýjum málaðstæðum og eru ávallt
að staðsetja sig í samhenginu hverju sinni verður að líta svo á að
tunga_23.indb 11 16.06.2021 17:06:47