Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 33
22 Orð og tunga
3.3 Handritslaus samtöl í sjónvarpsþætti
Talaða texta má greina í þrennt: Venjuleg samtöl þar sem einn talar við
annan; eintal af ýmsu tagi þar sem talað er til annarra, t.d. ræður í þing
sal eða útvarpserindi (þ.e. áheyrendur eru ýmist nærri eða fjarstaddir);
og loks sambland af þessu hvoru tveggja, þar sem einn talar við annan
en einnig, og reyndar fyrst og fremst, til þriðja aðila (þ.e. fjarstaddir
verða vitni að samtali); sjá nánar hjá Ara Páli Kristinssyni (2009:80
o.v.). Hið síðastnefnda er á ferðinni í sjónvarpsþáttum Gísla Marteins
Baldurssonar á RÚV, Þú ert hér. Í öðrum þættinum var rætt við Þórarin
Eldjárn en í hinum við Margréti Kristínu Blöndal, Möggu Stínu.
Þar sem viðfangsefni þessarar athugunar er innri breytileiki –
saman burður á textum Gísla Marteins í mismunandi aðstæðum og
texta tegundum – er hér aðeins fengist við það sem hann segir sjálfur
í sam tölunum tveimur. Framlag viðmælendanna tveggja er hér í bak
grunni enda þótt þeir séu vitaskuld lykilþættir í aðstæðunum með
sínum áhrifum á það hvað málnotandinn segir, hvernig og hvenær
hann kemur inn í samtölin o.s.frv. Hér skal því undirstrikað að ætlunin
var ekki að vinna úr efninu á forsendum hefðbundinnar samræðu
greiningar (sbr. t.a.m. það sem Þóra Björk Hjartardóttir 2020 gerir í
rannsókn sinni á 25 dæmum um smáyrðið hvað í máli mismunandi
einstaklinga í samtölum).
Enda þótt viðmælendur Gísla Marteins komist vel á flug á köflum
og séu að sjálfsögðu fyrirferðarmeiri í sjónvarpsþáttunum var samt
sem áður allnokkurn efnivið (1.100 orð) að hafa úr máli Gísla Marteins
sjálfs í þáttunum tveimur. Efniviðurinn var annars áþekkur að heild
ar umfangi og bloggið og tístin (sbr. 3.1. og 3.2.). Raunar kom í ljós, og
ekki óvænt, þegar við fyrstu atlögu að greiningu á efninu, að sam
tals parturinn var verulega frábrugðinn hinum textategundunum.
Þannig fæst góð mynd af málnotkun Gísla Marteins í þessum til
teknu samtalsaðstæðum, til að bera saman við tístin og vefpistlana,
þótt efnið nemi aðeins 1.100 orðum. Í raun var því óþarft í þessari
athugun að greina fleiri sjónvarpsþáttasamtöl til að fá meiri efnivið í
samanburðinn.
Sjónvarpsþættirnir nefndust sem sé Þú ert hér og voru kynntir
þannig í dagskrá RÚV að Gísli Marteinn ætti „stefnumót við ýmsa
viðmælendur á stöðum sem hafa haft afgerandi og mótandi áhrif á líf
þeirra“. Annars vegar er Þórarinn Eldjárn; Gísli Marteinn ræðir við
hann í og við hús Þjóðminjasafnsins þar sem hann bjó með foreldrum
og systkinum fram til forsetakjörsins 1968. Umræðuefnin eru ýmisleg
tunga_23.indb 22 16.06.2021 17:06:47