Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 82
Þorsteinn G. Indriðason: Viðskeytaraðir í íslensku 71
Þessir þættir ásamt öðrum hafa svo áhrif á fjölda viðskeytaraða í
íslensku.
Til þess að kanna nánar hvaða viðskeyti geta staðið saman og hver
ekki var gerð rannsókn á tvenns konar viðskeytaröðum í íslensku:6
(1) a. Tenging viðskeyta sem mynda nafnorð, N, við við
skeyti sem tengjast N.7
b. Tenging viðskeyta sem mynda lýsingarorð, L, við við
skeyti sem tengjast L.8
Þegar tvö viðskeyti geta staðið saman innan orðs er hægt að gera
ráð fyrir því að valhömlur viðskeytanna séu ekki brotnar. Dæmi
um (1a) eru viðskeytaraðir eins og ing(N)dómur(N) í gyð-ing(N)-
dómur(N) og dóm(N)leiki(N) í guð-dóm(N)-leiki(N). Í þessum dæmum
eru valhömlur viðskeytanna dómur og leiki ekki brotnar því dómur
getur tengst nafnorði, gyðingur(N), og leiki getur sömuleiðis tengst
nafnorði, guðdómur(N). Til viðbótar geta svo viðskeytin ingur og
dómur bætt við sig viðskeytum og því eru viðskeytaraðirnar ingdóm-
ur og dómleiki í lagi.
Dæmi um (1b) eru viðskeytaraðir eins og leg(L)heit(N) í ró-leg(L)-
heit(N) og sam(L)legur(L) í skyn-sam(L)-legur(L). Hér eru val höml
ur viðskeytanna heit og legur ekki brotnar því heit getur tengst
lýsingarorði, sbr. rólegur(L), og legur getur sömuleiðis tengst lýsing
ar orði, skynsamur(L). Viðskeytin legur og samur geta svo bætt við sig
viðskeytum og því eru þessar viðskeytaraðir í lagi.
Markmið greinarinnar er tvíþætt; að kortleggja viðskeytingu í ís
lensku, og þá aðallega viðskeytaraðir, og reyna að skýra það af hverju
sumt sé leyfilegt í þeim efnum og annað ekki. Þar er lýsing á val höml
um mikilvæg. Þetta hefur ekki verið gert áður á heildstæðan hátt í
sambandi við íslensk viðskeyti. Valhömlurnar eru því fyrst og fremst
ágætt tæki til þess að lýsa þessum hlutum og greina þau lögmál sem
liggja að baki viðskeytingunni.
Í þeim tilgangi að kortleggja viðskeytaraðir í íslensku og hvaða
þættir stjórni því hvaða viðskeyti geti staðið saman og hver ekki var
leitað svara við eftirtöldum spurningum:
6 Einungis var leitað að viðskeytaröðum þar sem formleg skilyrði fyrir viðskeytingu
eru fyrir hendi, þ.e. þar sem orðflokkaskilyrði seinna viðskeytisins passa saman
við orðflokk grunnorðsins.
7 Viðskeyti sem tengjast N geta t.d. verið viðskeyti sem mynda L eða A (atviksorð).
8 Viðskeyti sem tengjast L geta t.d. verið viðskeyti sem mynda N eða L.
tunga_23.indb 71 16.06.2021 17:06:49