Orð og tunga - 2021, Page 31
20 Orð og tunga
(19) Fólk er með öðrum orðum að óska eftir „aðför að einkabílnum“.
Sumir óska bara eftir aðförinni fyrir framan húsið sitt. Aðrir
vilja aðför í allri götunni sinni, jafnvel hverfinu – en allir sem
hugsa málið sjá að það gengur ekki upp að ætla bara að keyra
hægt í sinni götu, en gefa í botn í götum allra hinna.
Þetta má bera saman við tístið (20) sem fjallar um sama málefnið, sem
sé „aðförina“.
(20) Við fórum líka að heyra um hina ógurlegu #aðförin sem byrjaði
sem alvöru kvartanir bílakarla um að í gangi væri aðför gegn
einka bílnum, sem var nógu absúrd hugmynd til að snúast upp í
grín — enda er bíllinn á rauðum dregli í Rvk eftir áratuga aðför
að ÖLLUM ÖÐRUM samgöngumátum.
Í samanburði við (19) vekur notkun hástafa í tístinu (20) athygli,
sem og vísun í tíst með myllumerkinu, enn fremur tökuorðið absúrd.
Þótt tístið (20) sé efnislega náskylt bútnum úr vefpistli (19) er auð
merkjanlegur munur á orðavali, stíl og frágangi.
Vefpistlarnir bera með sér hefðbundnari ritmálslegan undirbúning
en tístin og er nánast alltaf um að ræða setningar með sögn í persónu
hætti sem tengjast röklega í stærri málsgreinar eins og almennt gerist
t.a.m. í greinum í dagblöðum. Eins og fram hefur komið innihalda
allar segðir í vefpistlunum (að undanskilinni einni fyrirsögn) sögn í
persónuhætti, sjá Töflu 2. Hvað það varðar er því marktækur munur
(p<.00001) á vefpistlum og tístum eins og rakið var í 3.1.
Orðaval vefpistlanna minnir á heildina litið einnig á almennt dag
blaðamál; þar eru ekki dæmi um óaðlöguð framandorð á borð við þau
sem finna má í tístunum. Eina undantekningin frá því síðastnefnda er
sýnd í (21).
(21) Þessi aðferð hefur verið kölluð „predict and provide“ sem
mætti íslenska sem spáð og skaffað.
Hér er enskt orðasamband í vefpistlinum, kynnt til sögunnar sem
íðorð í borgarskipulagi, tryggilega afmarkað með gæsalöppum eins
og tíðkast í dagblöðum og vönduðu ritmáli þegar gripið er til erlendra
orða inni í íslenskum texta. Þar að auki fylgir íslensk þýðing í næstu
andrá.
Nokkrum sinnum ber á fremur talmálslegum orðaforða (að setja
pening í e-ð, gefa í botn) en á heildina litið er slíkt ekki sérlega ein
kennandi fyrir vefpistlana. Þó má í því sambandi einnig nefna viss
tunga_23.indb 20 16.06.2021 17:06:47