Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 25
14 Orð og tunga
2.3.2 Málfræðihæfni og málnotkunarhæfni
Í umfjöllun um málkunnáttu og hugrænar forsendur breytileika í máli
hefur tíðkast að gera greinarmun á málfræðihæfni (sbr. e. grammatical
competence, I-language, Chomsky 2000:26 o.v.) og málnotkunarhæfni
(sbr. e. competence for use, Hymes 1972[1971]:279; pragmatic competence,
Chomsky 1980:92, 224–225; Chomsky 2000:26; communicative com-
petence, Chomsky 1986:48, Biber 1988:8, Milroy og Milroy 1991:100,
Chambers 2002a:8–12; sociolinguistic competence, Chambers 2002b:121–
123). Ganga má út frá því að hið síðarnefnda, málnotkunarhæfnin,
geri fólki kleift að tileinka sér hvenær og hvernig hin mismunandi
tilbrigði í málnotkun birtast eða geta birst.9 Mætti jafnvel kalla það ferli
málhegðunartöku (sbr. „acquisition of normative linguistic practice“
Foley 1997:357). Fólk tileinkar sér þó ekki einungis viðteknar venjur
um breytilega málhegðun eftir aðstæðum heldur lærist því jafnframt
hvernig og hvenær það getur breytt út frá þeim með eigin frumvirkni.
Málnotendur grípa til málnotkunarhæfni sinnar þegar þeir velja
orð, setningaformgerðir og annað eftir því sem þeir telja henta best
í ólíkum aðstæðum hverju sinni. Eftir því sem málnotendur kynnast
fleiri og fjölbreyttari málaðstæðum og textategundum öðlast þeir
smátt og smátt næmari tilfinningu fyrir því hvað hentar á hverjum
stað og hverri stund, hvort heldur er í rituðu eða töluðu máli (sbr.
máleyrahugtak Höskuldar Þráinssonar 2016); þeir tileinka sér breyti
leg málsnið og öðlast færni í að beita þeim, og víkja út af þeim ef svo
ber undir, og jafnframt aukið sjálfstraust við að leggja mat á eigin
málnotkun og annarra og átta sig á félagslegri merkingu breytileikans.
Mikilvægt er að ítreka og hafa í huga að málnotendur beita máli
sínu ekki endilega í samræmi við menningarlega samþykkt við mið
um hvað telst eiga við í tilteknum málaðstæðum. Þeir kjósa jafn vel
9 Höskuldur Þráinsson (2014, 2016) bendir á að málnotendur búa ekki aðeins yfir
því sem kalla megi grunnmáltilfinningu heldur einnig eins konar framhalds eða
viðbótartilfinningu. Með grunntilfinningu er vísað til þeirrar kunnáttu „sem gerir
okkur kleift að tala málið og skilja það, jafnvel þótt hún geti verið svolítið breytileg
frá einum einstaklingi til annars“ (Höskuldur Þráinsson 2016:152). En með hinu
síðarnefnda er aftur á móti átt við hæfileikann til að meta hvaða málnotkun er við
hæfi, hvað fer vel í máli, hvað eigi við í tilteknu málsniði. „Þessa tilfinningu mætti
kannski kalla framhaldstilfinningu eða viðbótartilfinningu og hana má þjálfa og
bæta. Það er t.d. gert í skólum og við það geta menn öðlast betra eða næmara
máleyra“ (Höskuldur Þráinsson 2016:153; leturbr. HÞ). Sjálfur hæfileikinn til
að þjálfa og bæta þá viðbótartilfinningu sem Höskuldur nefnir er hér nefndur
málnotkunarhæfni.
tunga_23.indb 14 16.06.2021 17:06:47