Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 95
84 Orð og tunga
raðir með sams konar viðskeytum, þ.e. látlátur og leglegur.15 Þær
voru ekki taldar með af sömu ástæðum og nefndar voru í sambandi
við nafnorðsviðskeytin þannig að eftir stóðu 106 mögulegar raðir.
Sem dæmi um raðir sem leitað var að er hægt að taka alla tenging
armöguleika við viðskeytið il. Viðskeytið myndar nafnorð og í (6)
eru sýndar mögulegar raðir með þessu viðskeyti í fyrsta sæti, þ.e.
tengingarmöguleikar við öll viðskeyti í rannsókninni sem geta tengst
nafnorðum, eða tuttugu og tvær mögulegar raðir:
(6) ilald, ilátta, ildómur, ilerni, ilháttur, ilingur, ilingi,
illegur, illeiki, illingur, ilnaður, ilneskur, ilni, iló,
ilóttur, ilrænn, ilsamur, ilsemi, ilska, ilskapur,
ilugur, ilungur
Leitað var að þessum röðum í ÍOS og BÍN og niðurstöður skráðar
í þar til gerða töflu. Í köflum 4.3 og 4.4 verður nánar greint frá því
hvaða viðskeytaraðir fundust í gagnasöfnunum. Jafnframt var leitað
að dæmum um klofna viðskeytingu, þ.e. þar sem viðskeytaröðin er
brotin upp af eignarfallsendingum. Nánar verður greint frá niður
stöðum þeirrar leitar í 5.4.
4.3 Viðskeyti sem mynda nafnorð og viðskeyti sem tengj
ast nafnorðum
4.3.1 Niðurstöður leitar
Í þessum undirkafla eru sýndar niðurstöður leitar að viðskeytapörum
þar sem nafnorðsviðskeytið (N1) er parað við viðskeyti sem geta
tengst nafnorðum (N2). Í (7) eru þessi viðskeyti talin upp, þ.e. bæði
nafnorðsviðskeytin (7a) og viðskeyti sem geta tengst nafnorðum (7b):
(7) a. Nafnorðsviðskeyti: ald, an, andi, ari, átta, dómur,
erni, háttur, heit, il, indi, ing, ingi, ingur, leiki,
leikur, lingur, naður, ni, ó, semi, ska, skapur, sl,
un, ungur
b. Tengjast nafnorðum: ald, átta, dómur, erni, háttur,
ingur, ingi, legur, leiki, lingur, naður, neskur, ni,
ó, óttur, rænn, samur, semi, ska, skapur, ugur,
ungur
15 Hér nefnir ritrýnir að samtals séu 74 dæmi um legleg í Risamálheildinni. Við
nánari athugun reyndust þetta vera villur af einhverju tagi, sbr. stórfenglegleg og
ómannúðlegleg.
tunga_23.indb 84 16.06.2021 17:06:50