Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 182
Ritfregnir 171
Höskuldur Þráinsson. 2021. Handbók um málfræði. Reykjavík: Mál og
menning. (368 bls.) ISBN 9789979342663.
Út er komin ný og endurbætt útgáfa uppflettiritsins Handbók um ís-
lenska málfræði eftir Höskuld Þráinsson, prófessor emerítus við Há
skóla Íslands. Bókin kom fyrst út árið 1995 en hefur nú verið endur
skoðuð í samræmi við nýjar hefðir er varða hugtakanotkun og með
tilliti til nýjustu rannsókna á sviðinu. Bókin skiptist í tvennt. Í fyrri
hlutanum er skrá yfir helstu hugtök málfræðinnar með stuttum skil
greiningum, sýnisdæmum og vísunum í frekari umfjöllun í seinni
hluta bókarinnar. Seinni hlutinn skiptist svo í sjö yfirlitskafla yfir
helstu þætti málfræðinnar: 1) Framburður, málhljóð og atkvæði,
2) Beygingar og orðflokkar, 3) Orðmyndun, 4) Setningafræði, 5)
Merking orða og setninga, 6) Málrækt, málvöndun og mállýskur og
að lokum 7) Nútímamál, fornmál, önnur mál. Ritið er einkum ætlað
skólafólki, þó að það nýtist einnig fleirum, og miðast orðaforðinn við
hugtakanotkun í kennsluefni og handbókum um íslensku og önnur
mál.
Nafnfræði
Laura Wright. Sunnyside. A Sociolinguistic History of British House Na-
mes. Oxford: Oxford University Press og The British Academy. 2020.
(281 bls.) ISBN 9780197266557.
Eins og titillinn gefur til kynna er viðfangsefni bókarinnar nöfn á
húsum í Bretlandi. Rannsóknin byggist á miklu magni ritaðra heim
ilda frá ýmsum tímum. Höfundur sækir m.a. upplýsingar í elstu
fornbréf enskrar tungu, í uppskriftir úr dánarbúum og úr heimildum
eins og „William Porlond‘s Book“ frá 1418−1440. William Porlond var
ritari hjá Brewers of London Company og í bók hans koma fyrir t.d.
nöfn brugghúsa og kráa í London á þeim tíma auk nafna á verslunum
o.fl. Einnig var leitað heimilda í gögnum frá 19. og 20. öld, svo sem
í heimilisfangaskrá póstsins (The Post Office Directories) og í gömlum
kortum. Raktar eru stefnur og straumar í vali á húsanöfnum og fjallað
um nöfnin bæði frá málfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni.
Húsanafninu „Sunnyside“ er veitt sérstök athygli og saga nafnsins
rakin bæði í London, þar sem fyrsta þekkta dæmið má rekja til ársins
1860, og víðar í Englandi og Skotlandi þar sem eldri dæmi er að finna.
Þegar vel var að gáð, m.a. með því að skoða ævisögur einstaklinga
tunga_23.indb 171 16.06.2021 17:06:54