Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 28

Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 28
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 17 um dæmi sjá t.a.m. Ara Pál Kristinsson (2009:135–153), Elvu Dögg Mel steð (2004) og Þórunni Blöndal 2005b:684–685). Fram koma í tíst­ un um talmálsleg einkenni á borð við framandorð og orðasambönd úr ensku, sem og upphrópanir, einnig slangurkennt orðaval á köfl­ um. Mætti greina málsniðið sem persónulegt og óformlegt (sjá um þau hugtök Ara Pál Kristinsson 2009:64 o.v., sbr. Biber, Conrad og Reppen 1998:148 og Þórunni Blöndal 2005a:28–30) og það einkennist af nálægð (e. involvement, sbr. Chafe 1982, einnig Biber 1988:128; og í íslensku samhengi sjá Ara Pál Kristinsson 2009:64 o.v.). Sem dæmi um talmálslegt orðaval má taka annars vegar notkun aðkomuorða, sem ýmist eru tökuorð (t.a.m. djóka, aktívisti, dass af e-u, droppa við, peppaður) eða framandorð (Hot take, basic, podcast), og hins vegar notkun „alíslenskra“ orða og orðasambanda með skýran tal­ málslegan og óformlegan blæ (GLÆTAN, sjúkleg mynd, troðið af fólki, Þessi sjóðheiti ungi maður). Hvað varðar setningarleg atriði má benda á útvíkkaða notkun á vera að með nafnhætti (að @HeraHilmar sé bara að bera þessa mynd uppi, koma miklu betur út en kannanir eru að sýna) en hin víkkaða notkun á dvalarhorfinu er heldur talmálsmegin í íslensku, a.m.k. enn sem kom ið er. Segðir eru ýmist með eða án sagna í persónuháttum. Í (9) er t.d. segð með þremur setningum, þremur persónubeygðum sögnum. Dæmi um segðir án sagnar í persónuhætti sjást í (1), (2), (6), (7) og (10)–(14). Setningar og segðir í efniviðnum, stuttar sem langar og hvort sem þær bera tilvísunarmerkingu eða ekki, voru taldar saman og greindar eftir því hvort þær innihalda sögn í persónuhætti eða ekki. Greindur var u.þ.b. helmingur tístanna (2.200 lesmálsorð), u.þ.b. helmingur vefpistlanna (2.200 lesmálsorð), og allt sem Gísli Marteinn segir sjálfur í sjónvarpsþáttunum (um 1.100 lesmálsorð). Sjá Töflu 2. Textategund (lesmálsorð) Tíst (2.200) Vefpistlar (2.200) Sjónvarpsspjall (1.100) Segðir og setningar (N) % (301) 100% (282) 100% (277) 100% með so. í ph. (N) % (265) 88,04% (281) 99,65% (162) 58,48% án so. í ph. (N) % (36) 11,96% (1) 0,35% (115) 41,52% Tafla 2. Segðir og setningar, í hluta efniviðarins, greindar eftir því hvort þær hafa að geyma sagnir í persónuhætti eða ekki. tunga_23.indb 17 16.06.2021 17:06:47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.