Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 117
106 Orð og tunga
viðskeyti geta bætt á sig öðrum viðskeytum á meðan önnur geta það
ekki án þess að eignarfallsending komi á milli. Nær útilokað virðist
að snúa við röð viðskeyta í íslensku.
Þau skilyrði sem rakin eru hér að ofan draga eðlilega úr fjölda mögu
legra viðskeytapara í íslensku. Enn fremur er það ein af niðurstöðum
rannsóknarinnar að orðmyndun sem felst í klofinni viðskeytingu,
þ.e. þegar beygingarending kemur á milli viðskeytanna, sé virk orð
myndun í íslensku og komi að einhverju leyti í stað orðmyndunar
með tveimur samliggjandi viðskeytum.
Megintilgangur greinarinnar hefur verið að finna og greina form
leg skilyrði fyrir viðskeytingu í íslensku og afhjúpa mynstur sem þar
finnast en ekki hefur verið hugað sérstaklega að mögulegum merk
ingarlegum skilyrðum. Ef við gerum ráð fyrir að viðskeyti hafi það
hlutverk að tjá ákveðna merkingu þá gæti skýringin á því að tvö
viðskeyti geti ekki staðið saman þó valhömlur þeirra passi saman
verið fólgin í árekstri þessara merkingarhlutverka, eins og áður hefur
komið fram (sbr. rannsókn Gunnlaugs Ingólfssonar 1979). Rannsóknin
sem lýst er í þessari grein ætti í sjálfu sér að afhjúpa slík mynstur við
nánari athugun. Það er efni í aðra rannsókn að fara dýpra í þau atriði
en hér er gert og lengra verður ekki komist að sinni.
Heimildir
Alexander Jóhannesson. 1927. Die Suffixe im Isländischen. Fylgirit Árbókar
Háskólans 1927. Reykjavík.
Archangeli, Diana og D. Terence Langendoen (ritstj.). 1997. Optimality Theory.
An Overview. Massachusetts: Blackwell Publishers.
Aronoff, Mark og Nanna Fuhrhop. 2002. Restricting suffix combinations in
German and English: Closing suffixes and the monosuffix constraint.
Natural Language and Linguistic Theory 20:451–490.
Aronoff, Mark. 1976. Word Formation in Generative Grammar. Cambridge
Massachusetts: MIT Press.
Aronoff, Mark og Stela Manova. 2010. Introduction: Theory, description, and
analysis in affix order. Morphology 20:297–298.
Bjarmi. Kristilegt heimilisblað. 1908. II. árgangur. Ritstj.: Bjarni Jónsson.
Reykjavík: Prentsmiðjan Gutenberg.
Booij, Geert. 1994. Lexical phonology: a Review. Lingua e stile 29:525–555.
Creemers, Ava, Jan Don og Paula Fenger. 2018. „Some affixes are roots,
others are heads“. Natural Language & Linguistic Theory 36:45–84.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1987. Nokkur viðskeyti og tíðni þeirra. Reykjavík:
Morgunblaðið 15. maí, Bhluti:8–10.
tunga_23.indb 106 16.06.2021 17:06:51