Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 66
Ásta Svavarsdóttir: Málnotkun í fjölskyldubréfum 55
Landshluti
1. persóna 2. og 3. persóna
Dæmafj. hef hefi Dæmafj. hefur hefir
Norðurland 378 70% 30% 429 76% 24%
Suðvesturland 143 73% 27% 180 93% 7%
Tafla 4. Tilbrigði í nútíð sagnarinnar hafa eftir landshlutum. Norðurland = Eyjafjarðar
og SuðurÞingeyjarsýsla. Suðvesturland = Árnes, Gullbringu, Kjósar og Borgar
fjarðarsýsla.
Í báðum landshlutum er hlutfall afbrigðisins hefi í 1. persónu talsvert
algengara en myndarinnar hefir í 2. og 3. persónu. Jafnframt eru þessar
myndir báðar notaðar meira á Norðurlandi en á Suðvesturlandi.
Mun urinn er sérstaklega mikill í 2. og 3. persónu þar sem hefir er
hlut fallslega sjaldan notuð suðvestanlands (í 13 af 180 tilvikum)
en 1. persónumyndin hefi er aftur á móti talsvert útbreidd í báðum
lands hlutum og þar er munurinn á norðan og suðvestanverðu land
inu ekki stórvægilegur. Niðurstöðurnar benda því til þess að hefi
og hefir hafi almennt staðið styrkari fótum fyrir norðan en sunnan
og á Suðvesturlandi voru aðallega dæmi um 1. persónumyndina
hefi, hugsanlega sem leifar af eldra beygingarmunstri. Eigi að síður
reyndist verulegur munur á milli einstaklinga, bæði norðan og
suðvestanlands, þegar rýnt er í gögnin þótt erfitt sé að koma auga
á skýr munstur í dreifingunni, m.a. vegna þess að oft eru dæmi frá
hverjum bréfritara of fá til að leiða slíkt í ljós. Samanburðurinn við
bréf Önnu Guðrúnar og samanburður milli landshlutanna gefa þó
ákveðna vísbendingu um að tilbrigðin í bréfum Sigurjónu og tíðni
afbrigðanna hefi og hefir í þeim kunni að skýrast af upprunaslóðum
hennar og búsetu á Norðurlandi.
Af niðurstöðunum sem kynntar hafa verið í þessum kafla má ráða
að á 19. öld voru talsverð tilbrigði í nútíðarmyndum sagnarinnar
hafa, bæði frá einum einstaklingi til annars og í skrifum eins og
sama einstaklings. Þær benda líka til þess að dreifingu myndanna,
sérstaklega notkun myndanna hefi og hefir, megi rekja til tveggja ólíkra
áhrifaþátta. Annars vegar hafi viðleitni til málstöðlunar ýtt undir
notkun þeirra, a.m.k. í ritmáli, þar sem margir hylltust til að taka eldri
myndir fram yfir yngri, jafnvel þegar þær síðarnefndu voru orðnar
ríkjandi í samtímatalmáli. Þetta virðist eiga við um Finn á yngri árum
og í bréfum hans er tæplega hægt að tala um eiginleg tilbrigði því
hann breytir notkun sinni nokkuð skyndilega, að því er best verður
séð meðvitað, og fer að nota hef og hefur í stað hefi og hefir. Hins
tunga_23.indb 55 16.06.2021 17:06:49