Orð og tunga - 2021, Page 26
Ari Páll Kristinsson: Innri breytileiki og málsnið 15
meðvitað10 að fylgja þeim ekki, sbr. umræðuna hér á undan um frum
virkni málnotenda, sjálfsmynd, hlutverk og viðleitni til að endur
skoða eftir eigin höfði ríkjandi hugmyndir um félagslega merkingu
tjáningarinnar.
3 Athugun á málnotkun Gísla Marteins
Baldurssonar í þremur mismunandi
textategundum
3.1 Tíst
Twitter kom fram á sjónarsviðið 2006 og varð fljótt vinsæll og út
breiddur samfélagsmiðill. Hvert tíst gat framan af verið allt að 140
slög en það var rýmkað í 280 slög frá og með 7. nóvember 2017.11
Stundum bætir fólk við framhaldstístum ef því liggur meira á
hjarta og einnig eru svartíst gjarna notuð í miðlinum, þ.e. viðbrögð
við tístum annarra. Rétt er að taka fram að engin slík svartíst eru með
í efniviðnum sem hér er greindur; tíst Gísla Marteins Baldurssonar
sem hér eru til umfjöllunar eiga það sameiginlegt með vefpistlunum
að vera einstefnumiðlun fremur en liður í beinum samskiptum.
Dæmi um tíst Gísla Marteins má sjá í (1)–(14).
(1) STÓRFRÉTT! Sjötti kallinn við Laugaveg kvartar undan göngu
götu. Hann ætti að vera nógu gamall til að muna að fyrir 15 árum
var gatan sögð dauð, ekkert fólk og engin uppbygging. Núna er
troðið af fólki, svakaleg uppbygging og frábær stemning.
10 Málnotandi sem reynir að temja sér orðalagið öll velkomin í tilteknum aðstæðum
og samhengi, í stað allir velkomnir sem honum hefur annars verið tamt áratugum
saman, hlýtur að teljast gott dæmi um að málbeitingin sé honum meðvituð í
umræddum aðstæðum. Hin (meðvitaða) málnotkun í ákveðnu samhengi tengist
þá afstöðu hans, sjálfsmynd og þeim hugmyndum sem hann vill að aðrir geri
sér um hann. Í endurbættum hugmyndum Spolskys (2018, sbr. eldri hugmyndir
hans 2004 og 2009), til greiningar á málstefnu sem fyrirbæri, er lögð áhersla á það
sem hann nefnir e. self-management, þ.e. „eigin málstýringu“ (Ari Páll Kristinsson
2019:141). Þá er augsýnilega gert ráð fyrir skýrri meðvitund málnotandans um
eigin málhegðun og færni hans til að stýra málbeitingu sinni í ákveðnum að stæð
um markvisst í þann farveg sem samræmist málafstöðu hans.
11 Í tilkynningu sem Twitter birti ári síðar, 30. október 2018, kom fram að breytingin
hefði haft afar lítil áhrif á meðallengd tísta á miðlinum; þrátt fyrir rýmkunina voru
aðeins 12% tísta lengri en upphaflega hámarkið, 140 slög, og aðeins 5% fóru upp
fyrir 190 tákn (Perez 2018). Flestir notendur virtust sem sé oft halda sig við mjög
knappt form.
tunga_23.indb 15 16.06.2021 17:06:47