Orð og tunga - 2021, Síða 93
82 Orð og tunga
Viðskeyti Tengist
(orð flokkur)
Myndar
(orðflokkur)
Dæmi
semi14 N, (L) N gamansemi, tillitssemi
sk N L klaufskur
ska S, L N gleymska, illska
skapur N N drengskapur, fjandskapur,
gleðskapur
sl S N meiðsl, tengsl
ugur N, (V) L auðugur, náðugur,
(kunn ugur)
ull (lo.) S L skröfull, spurull
un S N hækkun, þróun
ungur N, T, (L) N geitungur, piltungur
þriðjung ur, (öldungur)
Tafla 1: Yfirlit yfir bæði nafnorðs og lýsingarorðsviðskeyti í rannsókninni – hverju
þau tengjast og hvers konar orð þau búa til.14
Í Töflu 1 er að finna yfirlit yfir 35 viðskeyti, bæði nafnorðs og lýsingar
orðsviðskeyti, sýnt hverju þau tengjast og orð af hvaða orðflokki
þau mynda. Viðskeytunum er raðað í stafrófsröð og sýnd eru dæmi
um orð sem þau mynda, þ.e. nafnorð (N), lýsingarorð (L), sögn (S)
og töluorð (T). Í dálkinum „Tengist (orðflokkur)“ eru orðflokkarnir
stund um innan sviga. Það merkir að möguleikarnir eru sýndir í töfl
unni en þeir eru ekki notaðir í sjálfri rannsókninni. Þannig tengist
t.d. ari aðallega grunnorðum sem eru sagnir (S) en í fáum tilfellum
grunnorðum sem eru nafnorð (N). Því var sjónum aðallega beint að
orðmyndunum þar sem grunnorðið er sögn.
4.2.2 Aðferð við dæmasöfnun
Út frá yfirlitinu í Töflu 1 voru fundnar viðskeytaraðir sem eru leyfi
legar formlega og geta því verið til í íslensku. Þannig var t.d. álitlegt
að leita að dæmum með röðinni andlegur því andi myndar nafnorð
af sögnum og legur getur tengst nafnorðum. Eins var leitað að
14 Ritrýnir spyr hvernig fara eigi með i í semi (af samur), þ.e. hvort hér sé ekki á
ferðinni viðskeytaröð (sem-i)? Hér var mörkuð sú stefna að hafa með viðskeyti sem
ætlað var að væru tiltölulega skýrt aðgreind í huga málnotandans og þess vegna
var ekki litið á i sem þannig viðskeyti heldur hluta sjálfs viðskeytisins. Á sama
hátt er litið á leg og lega sem tvö viðskeyti þar sem a er ekki talið samtímalega
virkt viðskeyti (sbr. t.d. víður – víða (gamalt) en hljóður *hljóða) og því ekki um
viðskeytaröð að ræða þar (sjá t.d. Guðrúnu Kvaran 2006:142).
tunga_23.indb 82 16.06.2021 17:06:50