Orð og tunga - 2021, Blaðsíða 113
102 Orð og tunga
h. dómsháttur: leyndardómsháttur
i. ingsháttur: níðingsháttur
j. lingsháttur: fáráðlingsháttur
k. sluháttur: afgreiðsluháttur
Eignarfallsendingarnar eru mismunandi, ar, a, s og u, og þessar
endingar koma fyrir í flestum dæmunum hér á eftir. Í (38) eru sýnd
dæmi um sex ólík nafnorðsviðskeyti með legur sem seinna viðskeyti:
(38) a. aralegur: borgaralegur, baslaralegur
b. indislegur: kvikindislegur, bindindislegur
c. semislegur: skynsemislegur (gamalt, Ritmálssafn)
d. slulegur: neyslulegur, reynslulegur
e. unarlegur: blessunarlegur, stjórnunarlegur
f. skulegur: geðvonskulegur, fólskulegur
Einnig fundust dæmi um eignarfallsendingu þar sem seinna við
skeyt ið er leiki, sbr. herkænskuleiki og bernskuleiki. Í (39) er sýnd fjögur
ólík nafnorðsviðskeyti þar sem samur er seinna viðskeyti:
(39) a. áttusamur: kunnáttusamur
b. indissamur: bindindissamur
c. ingarsamur: hluttekningarsamur
d. unarsamur: blessunarsamur, hugsunarsamur, pöss
unarsamur
Í (40) eru sýnd fjögur ólík nafnorðsviðskeyti þar sem semi er seinna
viðskeyti:
(40) a. áttusemi: kunnáttusemi
b. indissemi: bindindissemi
c. ingarsemi: byltingarsemi, virðingarsemi
m. unarsemi: nurlunarsemi, bruðlunarsemi
Í (41) eru sýnd fimm ólík nafnorðsviðskeyti þar sem skapur er seinna
viðskeytið:
(41) a. araskapur: leikaraskapur, prakkaraskapur
b. indisskapur: kvikindisskapur
c. ingsskapur: höfðingsskapur, kunningsskapur, tryll
ingsskapur
tunga_23.indb 102 16.06.2021 17:06:51